Fréttir

Skólamyndataka 10. október

Myndataka á vegum Skólamynda verður í skólanum n.k. þriðjudag þann 10. október.
Það verða teknar einstaklingsmyndir og hópmyndir af 1., 4. og 7. bekk en einungis einstaklingsmyndir af 10. bekk þar sem hópmyndataka af þeim fer fram næsta vor.
Myndirnar fara síðan inn á vef Skólamynda og með aðgangslykli getur fólk skoðað, valið og pantað myndir. Hverjum og einum er síðan frjálst að kaupa eftir hans / hennar hentugleik.
Tölvupóst með upplýsingum um aðgangslykil verður sendur aðstandendum í þessum bekkjum þegar þar að kemur.

 

Myndataka fyrir 70 ára afmæli skólans

Í síðustu viku var tekin loftmynd af nemendum og starfsfólki skólans í tengslum við 70 ára afmæli skólans. Þar mótaði allur fjöldinn í sameiningu töluna 70.  Fyrrverandi nemandi skólans var kallaður til og kom hann með dróna og tók loftmynd af tölunni. Nú bíða allir með eftirvæntingu eftir birtingu myndarinnar, sem verður von bráðar. 

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Undirritun samnings í 10. og 7. bekk

Í vikunni fór fram undirritun samnings bæjarstjórnar við 10. bekk vegna vinnu við mötuneyti og gæslu á skólaárinu 2017-2018. Samhliða var undirritaður samingur við 7. bekk um ruslahreinsun í Hveragerði. 

Með Aldísi í för var Höskuldur umhverfisfulltrúi sem ræddi aðeins við krakkana um mikilvægi þess að flokka ruslið rétt og að ganga almennt vel um umhverfið.

Einnig ræddu nemendur við Aldísi og Höskuld um það hvernig væri að búa í Hveragerði og hvað þeim fyndist betur mætti fara.

 

 

 

Skemmtilegur sundtími í 2. bekk

Sundkennarar vilja minna á að sundtímarnir hjá 1 og 2. bekk verða út næstu viku, eða til 6. október. Eftir það færast tímarnir inn í íþróttahúsið. Í dag var sameiginlegur sundtími hjá nemendum í 2. bekk. Það var mikið fjör og allir skemmtu sér konunglega eins og sjá má af myndunum.

 

 

 

 

Matseðill fyrir október

Matseðill októbermánaðar er kominn á netið

Við minnum á að ávallt er í boði glæsilegur salatbar þar sem lögð er áhersla á fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum, ásamt ýmsum sósum og öðru meðlæti.

Viðurkenningar fyrir sumarlestur

Í vikunni kom Hlíf frá bókasafni Hveragerðisbæjar í heimsókn í skólann og veitti viðurkenningar fyrir sumarlestur. Sumarlestur er lestrarhvetjandi verkefni fyrir 6-12 ára börn og miðar að því að viðhalda lestrarfærni barnanna yfir sumarið. Í sumar var bókasafnið með Harry Potter þema og var með nokkra skemmtilega viðburði tengda því í sumar.

Veittar voru viðurkenningar þeim börnum sem lásu mest í sínum bekk annars vegar og hins vegar þeim sem höfðu bætt 

lestrarhraða sinn mest yfir sumartímann. Allir fengu Harry Potter bókamerki og þeir bekkir sem lásu mest samtals fengu Harry Potter fána til að hengja upp í bekkjarstofunum sínum. Verðlaunahafar fengu veglegar bókagjafir og hér má sjá stolta verðlaunahafa í 2.-4. bekk.  

 

Page 1 of 106

Go to top