Fréttir

GÍH í Skólahreysti

Næstkomandi fimmtudag keppir Grunnskólinn í Hveragerði í Skólahreysti. Krakkarnir hafa verið á fullu að undirbúa sig undanfarnar vikur og mánuði og mættu meðal annar á æfingu síðastliðinn mánudag, þrátt fyrir að það væri frí í skólanum þann dag.

Liðið er þannig skipað að Sigurður Ísak keppir í upphífingum og dýfum, Helga Sóley og Einar Ísberg í hraðabraut, Thelma Rakel í armbeygjum og hreystigreip og svo eru varamenn Sigurður Ísak og Hanna Tara.

Vetrarfrí framundan

Fimmtudaginn 15. mars og föstudaginn 16. mars er vetrarfrí skólans. Mánudaginn 19. mars er skipulagsdagur. Starfsfólk skólans heimsækir sýningu í Birmingham á Englandi þessa daga. Skóli hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 20. mars.

Verðlaunahafar á Bessastöðum

Fimmtudaginn 8. mars s.l. voru kunngerð úrslit í ensku smásagnakeppninni sem félag enskukennara á Íslandi (FEKÍ) stendur fyrir. Smásagnakeppnin er haldin árlega og hefst hún á evrópska tungumáladeginum þann 26. september.

Grunnskólinn í Hveragerði hefur mörg undanfarin ár tekið þátt í þessari skemmtilegu keppni með eftirtektarverðum árangri. Því er ekki síst að þakka að nemendur skólans hafa sýnt keppninni sífellt meiri áhuga og lagt mikinn metnað í sögurnar sínar. Fyrir það erum við afar þakklát.

Að þessu sinni unnu tveir nemendur skólans til verðlauna: Kiefer Rahhad Arabiyat í 5. bekk hlaut 1.-2. verðlaun í flokknum 5. bekkur og yngri og Freydís Ósk Martin í 6. bekk hlaut 2. verðlaun í flokknum 6.- 7. bekkur.

Verðlaunaafhendingin fór fram á Bessastöðum, þar sem Eliza Reid forsetafrú tók á móti vinningshöfum og heiðraði þeirra árangur, ásamt stjórn FEKÍ. Við óskum þeim Freydísi Ósk og Kiefer Rahhad hjartanlega til hamingju með þennan góða árangur. Það þarf vart að taka fram að við erum afar stolt af þessum nemendum sem og öllum þeim sem tóku þátt J.

Með kveðjum frá enskudeildinni,

Óli og Olga

 

 

 

 

Bingó á morgun

Nemendur í 10. bekk ætla að halda bingó á morgun, þriðjudaginn 13. mars kl. 18. Fjöldi glæsilegra vinninga í boði þ.á.m. flottur ferðavinningur í aðalvinning.
Enginn posi á staðnum svo það eru bara beinharðir peningar sem gilda.

 Vonumst til að sjá sem flesta.

Matarvenjur ungmenna

Síðastliðið haust komu tveir danskir kappar í heimsókn í GÍH en þeir tóku rúnt um Norðurlöndin til að kynnast matarvenjum ungmenna á aldrinum 12-13 ára. Þeir komu hingað í skólann okkar og fylgdust með og ræddu við nemendur í 7.-Ö. Afrakstur þessa ferðalags þeirra var sjónvarpsþáttur sem sýndur var á TV2 stöðinni í Danmörku.

Þeir eru hluti af GoCook sem er hópur sem er með sjónvarpsþætti á TV 2. Þeir halda einnig úti skemmtilegri heimasíðu, hafa gefið út matreiðslubækur auk þess að vera með matreiðslunámskeið og ýmsar aðrar uppákomur fyrir unga krakka í Danmörku. Þeirra markmið er að krakkarnir verði betri í því að elda mat heldur en foreldrar þeirra!

Þið getið séð stuttan bút úr heimsókn þeirra hér að neðan. Íslandsparturinn byrjar á 08:33.

 gocooktv

 

Árshátíð yngsta stigs 2018

Í dag var árshátíð yngsta stigs haldin hér í skólanum. Þemað þetta árið var gleði og jákvæðni. Sævar skólastjóri ávarpaði samkomuna og 4. bekkur sá svo um kynningar. Árgangarnir tróðu upp og sýndu atriði, sem ýmist voru leikrit eða söngatriði. Kór yngsta stigs endaði svo dagskrána með því að syngja þrjú lög. Það var mjög gaman að sjá þessi skemmtilegu atriði hjá nemendum. Eftir að dagskránni á sal lauk fóru allir út á Skyrgerðina þar sem haldið var ball fyrir nemendur og tókst það mjög vel. Kjörís gaf svo öllum íspinna í lokin. Við þökkum Skyrgerðinni og Kjörís kærlega fyrir okkur. Hér má sjá nokkrar myndir af skemmtuninni og ballinu. 

 

                  Nemendur í 1. bekk voru sem sönglagasyrpu.

2bekkur

                         Það var rapparagengi sem mætti úr 2. bekk.

 3bekkur

                       Nemendur í 3. bekk fóru í ferðalag um himingeiminn.

4bekkur

                       Villta vestrið mætti í öllu sínu veldi úr 4. bekk.

korinn

               Kór yngsta stigs söng nokkur lög.

disko

 Að lokum var farið á Skyrgerðina og þar sem var dansað undir stjórn DJ. M

 

Page 1 of 112

Go to top