Fréttir

Gleðilegt sumar

 

Við þökkum nemendum sem og forráðamönnum fyrir liðið skólaár.

Hlökkum til að sjá ykkur aftur í haust en skólasetning verður

þriðjudaginn 21. ágúst 2018.

 

Sumarkveðja frá starfsfólki Grunnskólans í Hveragerði.

 

 

gledilegt-sumar

 

 

 

Skólaslit Grunnskólans í Hveragerði 2018

Skólaslit Grunnskólans í Hveragerði voru þriðjudaginn 5. júní.

 

Útskrifaðir voru 33 nemendur. Að venju voru afhent verðlaun fyrir góðan námsárangur, jákvæðni, iðni, ástundun, félagsstörf o.fl.

   

Eftirtaldir nemendur fengu viðurkenningar:

Íslenskuverðlaun, gefin af Kjörís, hlaut Gígja Marín Þorsteinsdóttir.

Verðlaun fyrir árangur í stærðfræði, gefin af Arion Banka, hlutu Sindri Bernholt og Gígja Marín Þorsteinsdóttir.

Dönskuverðlaun gefin af danska sendiráðinu hlaut Gígja Marín Þorsteinsdóttir. 

Enskuverðlaun sem gefin voru af Almari bakara hlaut Jónína Baldursdóttir.

Verðlaun fyrir náttúrufræði hlaut Sindri Bernholt, gefandi HNLFÍ.

Samfélagsfræðiverðlaun gaf Dvalarheimilið Ás að venju, þau hlaut Jónína Baldursdóttir.

Viðurkenningu fyrir iðni, ástundun og prúðmennsku, sem Grunnskólinn gaf, hlaut Guðjón Ingason

Viðurkenningu fyrir störf að félagsmálum, sem Grunnskólinn gaf, hlaut Gígja Marín Þorsteinsdóttir

Viðurkenningu fyrir jákvætt viðhorf fékk Áslaug Kristín Rúnarsdóttir, gefandi Þvottahús Grundar og Áss.

Viðurkenningu fyrir Skólahreysti, sem CrossFit Hengill gaf, fékk Helga Sóley Heiðarsdóttir.

Helga Sóley fékk einnig viðurkenningu fyrir bestan árangur stúlkna í íþróttum. Arnar Dagur Daðason fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur drengja í íþróttum. Gefandi íþróttaverðlaunanna var Hamarshöllin.

Verðlaun fyrir bestan heildar námsárangur hlaut Gígja Marín Þorsteinsdóttir.

Þá fengu Hanna Tara Björnsdóttir, Kristín Benigne Þorsteinsdóttir og Anja Steinunn Christensen viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í jafnréttismálum.

11 nemendur í hópnum luku framhaldsskólaáföngum í samstarfi við Fsu.

 

Fjórir starfsmenn létu af störfum nú í vor:  Ari Eggertsson, Birna Torfadóttir, Inga Jóna Einarsdóttir og Margrét Gísladóttir.

 

Hér má sjá útskriftarhóp Grunnskólans í Hveragerði vorið 2018.

Valfög fyrir elsta stig skólaárið 2018 - 2019

Nú geta nemendur á elsta stigi farið að velja fyrir næsta vetur. Nemendur fara inn á viðeigandi valblað og skrá þetta rafrænt.

Hér eru slóðirnar fyrir valið:

Slóð á valblað fyrir 8. bekk má nálgast hér.


Slóð á valblað fyrir 9. og 10. bekk
má nálgast hér.

 

Hér má sjá nánari upplýsingar um valfögin:  Áfangalýsingar fyrir val elsta stigs 2018-2019

Skólaslit GÍH 2018

Skólasloð Grunnskólans í Hveragerði verða þriðjudaginn 5. júní.

Skólaslit hefjast með stuttri athöfn á sal skólans, eftir slitin fara bekkirnir með umsjónarkennurum í heimastofur.

          1. - 2. bekkur kl. 9:00
          3. - 4. bekkur kl. 9:30
          5. - 7. bekkur kl. 10:00
          8. - 9. bekkur kl. 10:30
          10. bekkur í Hveragerðiskirkju kl. 18:00.

Að venju er nemendum í 10. bekk ásamt foreldrum boðið til kaffisamsætis í grunnskólanum að loknum skólaslitum. Kaffisamsætið er í boði nemenda í 9. bekk. 

Óskilamunir

Mikið magn af óskilamunum hefur safnast saman hjá okkur eftir þetta skólaár. Búið er að setja þá upp í andyri skólans og verða þeir þar til sýnis til þriðjudagsins 5. júní. Það sem eftir verður fer svo í Rauða krossinn. 

 

 

 

 

 

 

34046280 10215090838138340 1326208587298504704 n

Fjölbreyttir dagar

Það er búið að vera mikið líf og fjör í skólanum þessa vikuna. Margir bekkir á faraldsfæti en sumir fóru á Hvolsvöll á meðan aðrir fóru á Laugarvatn. En flestir voru þó hér á heimaslóðum og nutu þess að vera í nærumhverfi skólans við leik og störf. Þá var hin æsispennandi keppni á milli nemenda og starfsfólks, þar sem ávallt er mikil keppni á milli liða. Það voru nemendur sem báru sigur úr býtum í þessari keppni. Nemendur á miðstigi voru með sinn íþróttadag þar sem farið var í Hamarshöllina og  ýmsar íþróttagreinar voru iðkaðar.

Nemendur á yngsta stigi voru með fjölgreindarleika og  leikjahringekju í blíðskapar veðri.  Þar var nemendum blandað saman í hópa á milli bekkja og allir unnu saman að hinum ýmsu þrautum og leikjum.

Það var gaman að fylgjast með nemendum taka þátt og sjá gleðina sem skein úr andlitum þeirra.

 

Page 1 of 116

Go to top