Heilsugæslan í skólanum

Heilsugæsla í skólanum

Skólahjúkrunarfræðingur: Sandra L. Hauksdóttir og Sigríður B. Ingólfsdóttir
Sími á heilsugæslustöð er 432-2400

Starfssvið:

 • Eftirlit og umsjón með heilsufari nemenda
 • Heilbrigðisfræðsla og forvarnir
 • Heilbrigðisráðgjöf
 • Hjúkrunarfræðingur er til staðar í skólanum mánu-, miðviku-  og föstudaga frá kl. 8:30 - 12:00.

 

 • Reglubundin skoðun og bólusetning á börnum fer fram í skólanum:
  • 1. bekkur (6 ára) 4 ára skoðun fylgt eftir. Sjónpróf, hæðarmæling, þyngdarmæling, sjónpróf og viðtal um lífsstíl og líðan
  • 4. bekkur (9 ára) Sjónpróf, hæðarmæling, þyngdarmæling og viðtal um lífsstíl og líðan.
  • 7. bekkur (12 ára) Sjónpróf, hæðarmæling, þyngdarmæling og viðtal um lífsstíl og líðan. Bólusetning gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum (ein sprauta) og HPV gegn leghálskrabbameini hjá stelpum (2 sprautur á 6 mánuðum).
  • 9. bekkur (14 ára) Sjónpróf, hæðarmæling, þyngdarmæling og viðtal um lífsstíl og líðan. Bólusetning við stífkrampa, barnaveiki og mænusótt (ein sprauta).

 

Nemendur í öðrum árgöngum eru skoðaðir ef ástæða þykir til. Fylgst er með því að ekki vanti upp á bólusetningar hjá börnum og bætt úr því ef á vantar. Auk þess er fylgst nánar með þeim börnum sem vegna andlegra, líkamlegra eða félagslegra frávika þurfa sérstaka athygli.

Veitt er fyrsta hjálp í skólanum og minniháttar slysum sinnt. Þurfi nemandi að fara á heilsugæslustöð skulu foreldrar/forráðamenn fara með barninu. Mikilvægt er að skólinn hafi öll símanúmer sem hægt er að ná í foreldra í, á skólatíma barnsins. Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt í skólanum.

Ef barn er greint með alvarlegan sjúkdóm sem getur stefnt heilsu/lífi þess í bráða hættu er nauðsynlegt að skólaheilsugæsla viti af því. Hér er átt við sjúkdóma eins og t.d. sykursýki, bráðaofnæmi, flogaveiki og blæðingasjúkdóma. 

Go to top