Heim

Útivistartími barna

Í barnaverndarlögum er kveðið á um útivistartíma barna. Þar kemur fram að börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13-16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir. 
Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.

Lög­regla seg­ir mik­il­vægt að fylgja því eft­ir að börn og ung­ling­ar fái næg­an svefn því góður svefn er ein af lykilforsendum þess að börnum og unglingum farnist vel. Foreldrum er að sjálfsögðu heimilt að stytta útivistartíma barna sinna enda eru þeir forráðamenn barna sinna og unglinga.

Viðburðadagatal

Last month October 2017 Next month
S M T W T F S
week 40 1 2 3 4 5 6 7
week 41 8 9 10 11 12 13 14
week 42 15 16 17 18 19 20 21
week 43 22 23 24 25 26 27 28
week 44 29 30 31

Á döfinni

Friday 20. October
Skipulagsdagur
Monday 23. October
Vetrarfrí
Tuesday 24. October
Vetrarfrí
Wednesday 15. November
Skipulagsdagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top