Heim

Styrkur afhentur á opnum gangasöng

 

Í morgun var hinn árlegi opni gangasöngurinn sem var einstaklega vel heppnaður. Það er alltaf hátíðleg stund þegar nemendur koma saman og syngja inn jólin ásamt gestum og gangandi. Í ár voru heiðursgestirnir stjórn Hringsins, en félagið hefur það markmið að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. Nemendur skólans héldu góðgerðardag þann 1. desember síðastliðinn og seldu ýmsar afurðir sem unnar höfðu verið á góðgerðardögum skólans. Í dag var svo komið að því að afhenda upphæðina sem hafði safnast.

 Gígja Marín Þorsteinsdóttir formaður nemendafélags GíH og Tryggvi Hrafn H. Tryggvason yngsti nemandi skólans (sem verður 6 ára 30. des) afhentu Sonju Egilsdóttur formanni Hringsins táknrænt skjal fyrir millifærslu upp á 1.316.000 kr. til Barnaspítalans.

 Mikill fjöldi fólks mætti á þessa stund og undir lokin var tekið hressilega undir jólalögin sem sungin voru.

Við þökkum öllum þeim sem mættu í morgun kærlega fyrir komuna, sem og þeim sem studdu okkur í tengslum við góðgerðardaginn.

 

Hér má sjá Gígju Marín og Tryggva Hrafn afhenda stjórn Hringsins styrkinn.  

Nafnasamkeppni

Við efnum til samkeppni um nafn á nýtt húsnæði frístundaheimilisins Skólasels og félagsmiðstöðvarinnar Skjálftaskjóls.

Húsið hýsti áður leikskólann Undraland en þar sem nú er tvenns konar starfsemi í húsinu er við hæfi að finna því sjálfstætt nafn sem tengist ekki annarri starfseminni meira en hinni. 
Í næstu viku (18. desember) verður settur upp atkvæðakassi við aðalinngang hússins. Öllum er heimilt að senda inn tillögu (bæði börn og fullorðnir) og mun dómnef
nd fara yfir tillögur. Hægt verður að setja tillögurnar í kassann eða senda þær á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hægt verður að skila inn tillögum til 10. janúar og verða úrslit tilkynnt fljótlega eftir það. 
Vinningstillagan hlýtur svo þakkargjöf og vitaskuld ævarandi heiður.

 

 

Opinn gangasöngur á morgun

Á morgun verður hinn sívinsæli opni gangasöngur og hefst hann kl. 9:30. Þá eru allir velkomnir að koma í skólann og upplifa jólaandann með okkur í gangasöngnum. Einnig er stefnt að því að afhenda upphæðina sem nemendur og starfsfólk safnaði á góðgerðardögunum til Barnaspítala Hringsins.

Endilega lítið við í skólanum og njótið stundarinnar með okkur :)

Page 1 of 214

Viðburðadagatal

Last month December 2017 Next month
S M T W T F S
week 48 1 2
week 49 3 4 5 6 7 8 9
week 50 10 11 12 13 14 15 16
week 51 17 18 19 20 21 22 23
week 52 24 25 26 27 28 29 30
week 1 31

Á döfinni

Tuesday 19. December
Litlu jól yngsta stigs
Tuesday 19. December
Litlu jól mið- og elsta stigs
Tuesday 19. December
Íþróttahátíð elsta stigs
Wednesday 20. December
Kertadagur
Wednesday 03. January
Kennsla hefst á nýju ári
Monday 15. January
Skipulagsdagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top