Heim

Árgangagöngur í góðu veðri

Síðastliðinn miðvikudag voru hinar árlegu árgangagöngur farnar í blíðskaparveðri . Þá fór hver árgangur ásamt starfsmönnum fyrirfram ákveðna leið, sem auðvitað var sniðin að aldri og getu nemenda. 

Leiðirnar sem árgangarnir fara voru auðvitað mismunandi. Sumir bekkir gengu meðfram Reykjafjalli og fóru jafnvel upp á það. Sumir gengu meðfram Hamrinum og aðrir yfir hann. Eldri nemendur gengu upp að heita læk í Reykjadal og elstu krakkarnir gengu úr Ölfusinu alla leið upp á Skálafell, 12 km leið.

Það var mikil stemning hjá krökkunum og gaman að sjá hve öflug þau voru í göngunum.

     

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Útivistartíminn breyttur

Þann 1. september sl. breyttust reglur um útivistartíma barna og ungmenna. Vetrartíminn tók þá við sumartímanum og sá tími sem börn mega vera úti á kvöldin styttist.

Skólasetning GÍH haustið 2018

Grunnskólinn í Hveragerði verður settur þriðjudaginn 21. ágúst.

Nemendur skólans eiga að mæta á skólasetningu sem hér segir:
    1. – 3. bekkur kl. 9:00
    4. – 5. bekkur kl. 9:30
    6. – 7. bekkur kl. 10:00
    8. – 10. bekkur kl. 11:00

 

Nemendur 1. bekkja verða boðaðir í viðtöl með foreldrum sínum dagana 15. - 20. ágúst.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. ágúst.

Nýnemadagur

Nýnemadagurinn verður föstudaginn 17. ágúst kl. 13. Þeir nemendur sem eru að koma nýir í 2. - 10. bekk eru boðaðir ásamt foreldrum/forráðamönnum.Skólasel

Sumarfrístund fyrir verðandi 1. bekkinga er í boði dagana 13. - 17. ágúst. Hún er opin frá kl. 8 - 17 í Bungubrekku, húsnæði frístundaheimilisins Skólasels að Breiðumörk 27a. Nauðsynlegt er að skrá börn í sumarfrístundina með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og láta vita hvaða daga barnið kemur, og klukkan hvað. Dagana 20. og 21. ágúst verður einnig opið í Skólaseli frá 8 til 17 og þarf að skrá börnin þá daga sérstaklega líka. Þann 22. ágúst byrjar svo hefðbundin opnun, eða frá því að skóladegi lýkur og til 17.00.

 

Kær kveðja, starfsfólk Grunnskólans í Hveragerði

Page 1 of 230

Viðburðadagatal

Last month September 2018 Next month
S M T W T F S
week 35 1
week 36 2 3 4 5 6 7 8
week 37 9 10 11 12 13 14 15
week 38 16 17 18 19 20 21 22
week 39 23 24 25 26 27 28 29
week 40 30

Á döfinni

No events

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top