Heim

Skipulagsdagur og vetrarfrí

Föstudaginn 20. október verður skipulagsdagur í skólanum og því verður engin kennsla þann dag. Skólaselið er opið frá 8:00-16:00 fyrir þá sem þar eru skráðir, munið að láta vita ef barnið ykkar ætlar að nýta sér Skólaselið á föstudaginn.

Vetrarfrí verður mánudaginn 23. október og þriðjudaginn 24. október. Skólaselið er lokað í vetrarfríinu.  Næsti kennslu dagur er því miðvikudaginn. 25. október og verður kennst samkv. stundaskrá þann dag. 

Hafið það sem best í vetrarfríinu.

Kveðja, starfsfólk Grunnskólans í Hveragerði.

Aðalfundur foreldrafélagsins 2017

Aðalfundur foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði verður kl 18:00 í kvöld, þriðjudag á sal skólans. Allir foreldrar eru hvattir til að mæta og sýna þannig í verki stuðning við skólagöngu barna sinna. Virkir foreldrar gera góðan skóla enn betri og hafa jákvæð áhrif á allt skólastarf.

Skólamyndataka 10. október

Myndataka á vegum Skólamynda verður í skólanum n.k. þriðjudag þann 10. október.
Það verða teknar einstaklingsmyndir og hópmyndir af 1., 4. og 7. bekk en einungis einstaklingsmyndir af 10. bekk þar sem hópmyndataka af þeim fer fram næsta vor.
Myndirnar fara síðan inn á vef Skólamynda og með aðgangslykli getur fólk skoðað, valið og pantað myndir. Hverjum og einum er síðan frjálst að kaupa eftir hans / hennar hentugleik.
Tölvupóst með upplýsingum um aðgangslykil verður sendur aðstandendum í þessum bekkjum þegar þar að kemur.

 

Page 1 of 209

Viðburðadagatal

Last month October 2017 Next month
S M T W T F S
week 40 1 2 3 4 5 6 7
week 41 8 9 10 11 12 13 14
week 42 15 16 17 18 19 20 21
week 43 22 23 24 25 26 27 28
week 44 29 30 31

Á döfinni

Friday 20. October
Skipulagsdagur
Monday 23. October
Vetrarfrí
Tuesday 24. October
Vetrarfrí
Wednesday 15. November
Skipulagsdagur
Thursday 16. November
Dagur íslenskrar tungu

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top