Heim

Jólakveðja

Starfsfólk Grunnskólans í Hveragerði óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar samstarfið á liðnu ári.

  Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 6. janúar 2015 samkvæmt stundaskrá.

 

Kertadagur

Í dag var kertadagur í skólanum. Þetta er einn af okkar hátíðisdögum en þá eiga starfsmenn og nemendur notalega stund saman. Lesin var jólasaga, hlustað var á jólalög og nemendur fengu jólakortin sín. Nemendur bíða einnig er ávallt með eftirvæntingu eftir rauðklæddu körlunum sem kíkja í heimsókn og útdeila gjöfum til allra barnanna. Skátafélagið Strókur hefur í gegnum árin séð um að dreifa friðarljósinu og komu skátarnir og dreifðu ljósinu í alla bekki. Þetta ljós á uppruna sinn í Betlehem en það er geymt í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði. Friðarljósið er tákn friðar, vináttu og hjálpsemi.

Án titils

 

 

Nemendur í 10. bekk héldu sinn kertadag aðeins á undan hinum þar sem þau þurftu að sinna mikilvægum verkefnum í dag ;)

 

Litlu jólin í dag

Nemendur og starfsfólk héldu litlu jólin hátíðleg í dag. Kennsla var á yngsta stigi til kl. 10 en þá fóru allir á sal og hlustuðu á helgileikinn sem nemendur 4. bekkjar hafa verið æfa undanfarið. Þetta er ávallt mikil hátíðarstund hjá öllum þeim sem fylgjast með þessu atriði. Að því loknu fóru allir í holið og dansað var í kringum jólatréð. Það er hljómsveit hússins sem sér um tónlistina á þessum degi, það eru kennarar tónlistarskólanna og tveir stjórnendur skólans sem sjá um að halda uppi fjörinu. Það var mikið sungið og dansað og auðvitað var endað á því að massera um allan skólann með Fanneyju skólastjóra og Ernu kennara í broddi fylkingar.

Nemendur á mið- og elsta stigi voru í skólanum fram að hádegi en nemendur á elsta stigi voru með íþróttadag í dag þar sem nemendur öttu kappi saman í hinum ýmsu greinum. 

Eftir hádegi komu þau svo saman á sínum litlu jólum og fengu að hlýða á helgileikinn. Að því loknu stigu þau dans í kringum jólatréð og auðvitað var einnig masserað þar.

 

 

Það var fjör á íþróttadeginum.

 

Page 1 of 125

Viðburðadagatal

Last month December 2014 Next month
S M T W T F S
week 49 1 2 3 4 5 6
week 50 7 8 9 10 11 12 13
week 51 14 15 16 17 18 19 20
week 52 21 22 23 24 25 26 27
week 1 28 29 30 31

Á döfinni

Monday 05. January
Skipulagsdagur
Tuesday 06. January
Fyrsti kennsludagur á nýju ári
Monday 19. January
Skipulagsdagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top