Heim

Fyrirlestur um örugga netnotkun barna

Sólveig Karlsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og Skóla mun vera með fræðslu varðandi netið og netöryggi í skólanum í dag. Í kvöld verður hún með fyrirlestur fyrir foreldra um sama efni og hefst hann kl. 20 í salnum. Þar mun hún kynna fyrir foreldrum heilræði og leiðbeiningar um örugga netnotkun barna.  Foreldrar eru hvattir til að mæta í kvöld.

http://www.saft.is/

 

Foreldrakaffi á morgun

Minnum á að á morgun,  föstudaginn 17. október, er foreldrakaffi í skólanum frá klukkan 8:10 - 9:10. Þá gefst foreldrum tækifæri til að eiga notalega stund í skólanum, spjalla saman, sjá námsefni vetrarins sem og ýmis verkefni sem krakkarnir hafa verið að vinna að undanfarið.

Markmið með foreldrakaffinu er að styrkja samstarf heimila og skóla auk þess að efla samstarfið innan hvers árgangs.

Við munum setja upp óskilamunaborð  upp í skólanum sem við hvetjum ykkur til að kíkja á.

Bleikur dagur 16. október

Við ætlum að hafa bleikan dag í skólanum á morgun, fimmtudaginn 16. október. 

Starfsfólk og nemendur eru hvattir til þess að mæta í bleiku og og sýna með því árvekniátaki um brjóstakrabbamein stuðning.

bleikur dagur

Page 1 of 118

Viðburðadagatal

Last month October 2014 Next month
S M T W T F S
week 40 1 2 3 4
week 41 5 6 7 8 9 10 11
week 42 12 13 14 15 16 17 18
week 43 19 20 21 22 23 24 25
week 44 26 27 28 29 30 31

Á döfinni

Monday 03. November
Vetrarfrí
Tuesday 04. November
Vetrarfrí
Wednesday 19. November
Miðannamat

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top