Heim

Hugleiðsludagur unga fólksins

Hugleiðsludagur unga fólksins var haldinn í gær.  Markmið dagsins var að sameina ungt fólk á aldrinum 6-16 ára í 3 mínútna hugleiðslu í skólum hérlendis og erlendis. Tilgangurinn er að vekja athygli á hugleiðslu sem leið til að skapa m.a. innri frið, finna innri náttúrulega gleði, vinna úr tilfinningum, kvíða, streitu og vanlíðan hjá ungu fólki og gera þau að sterkari einstaklingum.

Þessi stund tókst mjög vel hér í okkar skóla og margir sem völdu það að taka þátt.Árgangagöngur í góðu veðri

Síðastliðinn miðvikudag voru hinar árlegu árgangagöngur farnar í blíðskaparveðri . Þá fór hver árgangur ásamt starfsmönnum fyrirfram ákveðna leið, sem auðvitað var sniðin að aldri og getu nemenda. 

Leiðirnar sem árgangarnir fara voru auðvitað mismunandi. Sumir bekkir gengu meðfram Reykjafjalli og fóru jafnvel upp á það. Sumir gengu meðfram Hamrinum og aðrir yfir hann. Eldri nemendur gengu upp að heita læk í Reykjadal og elstu krakkarnir gengu úr Ölfusinu alla leið upp á Skálafell, 12 km leið.

Það var mikil stemning hjá krökkunum og gaman að sjá hve öflug þau voru í göngunum.

     

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Útivistartíminn breyttur

Þann 1. september sl. breyttust reglur um útivistartíma barna og ungmenna. Vetrartíminn tók þá við sumartímanum og sá tími sem börn mega vera úti á kvöldin styttist.

Page 1 of 230

Viðburðadagatal

Last month October 2018 Next month
S M T W T F S
week 40 1 2 3 4 5 6
week 41 7 8 9 10 11 12 13
week 42 14 15 16 17 18 19 20
week 43 21 22 23 24 25 26 27
week 44 28 29 30 31

Á döfinni

Thursday 18. October
Vetrarfrí
Friday 19. October
Vetrarfrí
Saturday 27. October
Fyrsti vetrardagur
Thursday 08. November
Baráttudagur gegn eineltih
Thursday 15. November
Skipulagsdagur
Friday 16. November
Dagur íslenskrar tungu

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top