Heim

Stóra upplestrarkeppnin hjá 7. bekkingum

Forkeppni fyrir Stóru-upplestrarkeppnina fór fram í skólanum í síðustu viku. Viðurkenningar fyrir frábæran árangur fengu  Helga Sóley Heiðarsdóttir, Arnar Dagur Daðason og Gígja Marín Þorsteinsdóttir og verða þau fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni  sem haldin verður þann 12. mars á Stokkseyri. Einnig fékk Andrea Sjöfn Heimisdóttir viðurkenningu og verður hún varamaður fyrir lokakeppnina. Við óskum þeim góðs gengis í lokakeppninni sem og öllum nemendum sem tóku þátt til hamingju með frammistöðuna.

 

Vinaliðaverkefnið

Í skólanum hefur verið unnið með vinaliðaverkefnið í vetur. Vinaliðaverkefnið er hluti af Vinaverkefninu og gengur út á það að hvetja  nemendur  til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútunum og skapa betri skólaanda. Við byrjum með  4. - 7. bekk en stefnum einnig á sömu vinnu með 8. - 10. bekk. Aðalmarkmiðið með þessu verkefni er að bjóða öllum nemendum skólans  fjölbreytt  úrval af leikjum í frímínútunum, þannig að bæði yngri og eldri nemendur skólans finni eitthvað við sitt hæfi. Markmið okkar er að allir nemendur skólans hlakki til að mæta í skólann sinn, alla daga.

Mikilvægt er fyrir börn og unglinga að fá fjölbreytta hreyfingu  og skemmtun og er það nauðsynlegur hluti af þroska þeirra, enda hafa rannsóknir sýnt að það er samhengi milli hreyfingar og námsgetu.  Við viljum því að framboð af hverskonar hreyfileikjum og annarri afþreyingu í frímínútunum sé fjölbreytt og skipulagt þannig að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Vinaliðaverkefnið er okkar leið til að mæta þessu, en í verkefninu  eru settir upp leikir og afþreying af nemendum og á þeirra forsendum. Nemendur skólans hafa svo að sjálfsögðu val um hvort og þá hvaða leikjum þeir taka þátt í.

Í Grunnskólanum í Hveragerði er Hafsteinn Þór Auðunsson umsjónarmaður verkefnisins.

Niðurstöður Olweusarkönnunar

Grunnskólinn í Hveragerði er Olweusarskóli. Olweusaráætlunin er áætlun gegn einelti og andfélagslegu atferli.  Í nóvember var lögð fyrir eineltiskönnun á mið- og elsta stigi í skólanum. Alls tóku 198 nemendur úr 5. - 10. bekk þátt í könnuninni eða 99% nemenda úr þessum bekkjum.

Hér er hægt að sjá helstu niðurstöður úr könnuninni.

Bryndís Valdimarsdóttir er verkefnisstjóri Olweusaráætlunarinnar í Grunnskólanum í Hveragerði.

Page 1 of 130

Viðburðadagatal

Last month March 2015 Next month
S M T W T F S
week 10 1 2 3 4 5 6 7
week 11 8 9 10 11 12 13 14
week 12 15 16 17 18 19 20 21
week 13 22 23 24 25 26 27 28
week 14 29 30 31

Á döfinni

Saturday 28. March
Páskafrí

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top