Heim

Vetrarfrí 20. og 21. feb

Framundan er vetrarfrí Grunnskólans í Hveragerði eða mánudaginn 20. feb. og þriðjudaginn 21. febrúar. Skólaselið verður lokað þessa daga. 

Næsti kennsludagur er því miðvikudagurinn 22. febrúar og verður kennt þann dag samkv. stundaskrá. 

Hafið það sem best í vetrarfríinu. 

Kveðja starfsfólk Grunnskólans í Hveragerði

Menningarferð 10. bekkinga

16804934 10208533038828901 143178155 oÁ fimmtudagsmorgni þann 16. febrúar lögðum við 10. bekkur af stað með strætó til Reykjavíkur. Fyrsti áfangastaðurinn var Þjóðminjasafnið. Þar fengum við smá kynningu um safnið og munina sem þar eru. Fengum svo að fara sjálf um safnið að skoða munina og prófa gamla búninga. Eftir stutt stop á safninu fórum við í matarhlé þar sem við fengum að vera sjálfstæð og skoða niðrí bæ.

                Við hittumst öll fyrir framan Alþingishúsið og tókum þar nokkrar hópmyndir. Þar inni fengum við leiðsögn um húsið og útskýringu á hvernig starfið á Alþingi fer fram. Næst fórum við yfir í Skólaþing og fengum úthlutað karakter sem við áttum að lifa okkur inn í. Við vorum síðan sett í þingflokka og nefndir, fengum þrjú frumvörp sem við rökræddum á Alþingi. Í lokin greiddum við atkvæði um hvern málaflokk fyrir sig. Niðurstöðurnar voru að öll frumvörpin féllu og þar af leiðandi féll ríkisstjórnin.16810850 10208533039748924 1284591124 o

                Eftir skemmtilegan dag héldum við af stað heim.

Fyrir hönd 10. b

Birta, Elín, Helga Sólveig og Kristína

 

16808692 10208533038388890 92407756 n

Ruslatínslan í fullum gangi

Nemendur í 7. bekk taka árlega að sér það verkefni að fara út í bæjarfélagið hreinsa það rusl sem liggur hér á víðavangi. Í dag fóru þau út og voru aðallega við verslunarmiðstöðina þar sem þau voru að hreinsa og stóðu sig vel. Við þurfum auðvitað öll að muna eftir því að henda ruslinu í ruslatunnur, voru þeirra skilaboð út í samfélagið.

 

Page 1 of 193

Viðburðadagatal

Last month February 2017 Next month
S M T W T F S
week 5 1 2 3 4
week 6 5 6 7 8 9 10 11
week 7 12 13 14 15 16 17 18
week 8 19 20 21 22 23 24 25
week 9 26 27 28

Á döfinni

Monday 27. February
Bolludagur
Tuesday 28. February
Sprengidagur
Wednesday 01. March
Öskudagur
Tuesday 07. March
Samræmd könnunarpróf
Wednesday 08. March
Samræmd könnunarpróf
Thursday 09. March
Samræmd könnunarpróf

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top