Heim

Skólahreysti 2017

skolahreysti-2017Miðvikudaginn 15. mars tók lið Grunnskólans í Hveragerði þátt í undankeppni Skólahreysti sem fór fram í Garðabæ. Liðið var skipað þeim Birtu Marín sem keppti í armbeygjum og hreystigreip, Helgu Sóleyju sem keppti í hraðabraut, Sigurði Degi sem keppti í upphífingum og dýfum og Aroni Frosta sem keppti í hraðabraut. Varamenn voru Natalía og Sigurður Karl auk Einars Ísberg og Guðjóns sem voru hluti af æfingarhópnum. Krakkarnir stóðu sig frábærlega en komust því miður ekki í úrslit upp úr þessum gríðarsterka Suðurlandsriðli. 

SamFestingurinn 2017

Um helgina munu um 60 krakkar úr félagsmiðstöðinni Skjálftaskjóli fara á SamFestinginn 2017 Þetta er stórviðburður á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Hátíðin fer fram í Laugardalshöllinni. Ballið er á föstudeginum frá kl. 19.00-23.00 og söngkeppnin á laugardeginum frá kl. 13.00–16.00.

Við í Skjálftaskjóli eigum fulltrúa í söngkeppninni en þær Gígja Marín Þorsteinsdóttir, Gunnhildur og Hrafnhildur Hallgrímsdætur voru valdar sem eitt af þremur atriðum frá Suðurlandi til að keppa í úrslitakeppninni. Þær hafa æft af kappi undanfarið og er mikil tilhlökkun að sjá þær á stóra sviðinu.Þær munu flytja lagið "Your Song" eftir Elton John. Gígja Marín syngur, Hrafnhildur leikur á bassa og Gunnhildur spilar á píanó og raddar með Gígju Marín.

Við óskum þeim góðs gengis á stóra sviðinu í Laugardalshöll.

Undirbúningur fyrir árshátíðina á miðstigi

Undirbúningur og æfingar fyrir árshátíð miðstigs eru byrjaðar. 

Það er verið að  búa til leikrit eða skemmtiatriði fyrir sýningu þar sem þemað er heilsa. Þar á meðan verður líka hlaðborð með ýmis meðlæti og 7. bekkur mun líka vera með kaffihús.

Til að geta fengið sér frá hlaðborðinu verður maður að kaupa einn disk á mann fyrir 500 kr.

Dagskrá:

17:30-18:30 dagskrá í sal

18:30-19:30 kaffihús

19:00-19:30 diskótek fyrir nemendur 5. - 7. bekkja.

Allt er í gangi hjá nemendunum, kennurum o.fl. að æfa og plana skemmtiatriðin, kaffihúsið og diskótekið fyrir árshátíðina á fimmtudeginum 23. mars.

 

Fyrir hönd nemenda á miðstigi, 

Kamilla Líf 7. bekk

Page 1 of 196

Viðburðadagatal

Last month March 2017 Next month
S M T W T F S
week 9 1 2 3 4
week 10 5 6 7 8 9 10 11
week 11 12 13 14 15 16 17 18
week 12 19 20 21 22 23 24 25
week 13 26 27 28 29 30 31

Á döfinni

Thursday 13. April
Páskafrí
Friday 14. April
Páskafrí
Saturday 15. April
Páskafrí
Sunday 16. April
Páskafrí
Monday 17. April
Páskafrí
Thursday 20. April
Sumardagurinn fyrsti

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top