Heim

Góðgerðardagar framundan

Framundan er góðgerðarþema Grunnskólans í Hveragerði og verður það dagana 28.-30. nóvember. Góðgerðardagurinn verður föstudaginn 1. desember, þar sem afrakstur þemavinnunnar verður seldur og ágóðinn gefin til góðgerðarmála. Við hugsum þemað í anda umhverfismenntar og endurvinnslu enda er skólinn grænfánaskóli. Því viljum við biðla til ykkar að athuga hvort það leynist hlutir á heimilum nemenda sem hægt er að nýta í þemavinnunni. 

Hlutirnir eru: 

  • Glerkrukkur (hreinar og miðalausar)
  • Blúnduafgangar eða borðar
  • Skrautborðar
  • Skrautperlur af ýmsum gerðum
  • Púsluspil


Nú standa yfir kosningar meðal nemenda og starfsfólks skólans um hvaða málefni skuli hljóta styrkinn og verða niðurstöðurnar birtar á samfélagsmiðlum skólans. 

Dagur íslenskrar tungu 2017

Í dag er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur um land allt. Við fengum af því tilefni góðan gest til okkar, en Ævar Þór Benediktsson, leikari, rithöfundur og vísindamaður kom í heimsókn til okkar. Hann las fyrir nemendur skólans upp úr nýjustu bók sinni sem heitir Þitt eigið ævintýri.  

Sögusvið bókarinnar er stórhættulegur ævintýraskógur, stútfullur af furðuverum og óvættum, þar sem lesarinn fær að velja söguþráðinn eftir sínu höfði.

Það var greinilegt að þessi saga féll vel í kramið hjá nemendum enda hlustuðu þeir með andakt á upplesturinn og fengu svo í lokin að spyrja Ævar ýmissa spurninga. Við þökkum honum kærlega fyrir komuna.

 

Líf og fjör í heimilisfræði

Það er alltaf mikið líf og fjör í smiðjunum í skólanum. Þar koma krakkarnir í hverri viku og vinna að ýmsum áhugaverðum verkefnum. Hér má sjá smá brot af smiðjuvinnunni í heimilisfræði en þar er ávallt eitthvað girnilegt sem nemendur búa til og bera á borð.

 

Page 1 of 211

Viðburðadagatal

Last month November 2017 Next month
S M T W T F S
week 44 1 2 3 4
week 45 5 6 7 8 9 10 11
week 46 12 13 14 15 16 17 18
week 47 19 20 21 22 23 24 25
week 48 26 27 28 29 30

Á döfinni

Tuesday 28. November
Góðgerðardagar GÍH
Wednesday 29. November
Góðgerðardagar GÍH
Thursday 30. November
Góðgerðardagar GÍH

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top