Heim

Kennsla eftir páskafrí

Kennsla hefst aftur í Grunnskólanum í Hveragerði miðvikudaginn 23. apríl og kennt er skv. stundaskrá. 

 

Rugltímar í gangi

"Sævar"Í dag var rugldagur hjá starfsfólki skólans. Starfsmenn settu nöfn sín í pott og svo dró hver og einn nafn samstarfsfélaga síns og varð að sinna því starfi sem nafninu tilheyrði. Það voru eftirvæntingafullir nemendur sem biðu eftir að kennarar og annað starfsfólki myndi birtast eftir frímínúturnar og sjá hverjir færu hvert! Þetta rugl varði í tvær kennslustundir og sem dæmi má nefna að þá gerðist skólastjórinn sérkennari, stuðningsfulltrúi varð skjólastjóri, íslenskukennari fékk það hlutverk að þrífa skrifstofur stjórnenda og deildarstjóri sérkennslu hafði yfirumsjón með bókasafninu. IMG 7207

Það var mikil gleði og kátína í húsinu og nemendur, sem og starfsfólk, skemmtu sér konunglega yfir öllu ruglinu.

 

Baldvin Alan sigraði í Stóru upplestrarkeppninni

Úrslitin í Stóru upplestrarkeppninni fóru fram í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn í dag. Það voru 15 nemendur frá fimm skólum sem tóku þátt og lásu þeir kafla úr bókinni Ertu Guð, afi? eftir Þorgrím Þráinsson og ljóð eftir Erlu og loks lásu nemendur ljóð að eigin vali.

Frá Grunnskólanum í Hveragerði kepptu þrír nemendur, Aníta Sif Brynjarsdóttir, Baldvin Alan Thorarensen og Kristína May Jones. Þau stóðu sig öll mjög vel og eru þau búin að leggja á sig mikla vinnu og æfingar í upplestri undanfarið.

Dómarar voru ekki öfundsverðir af hlutverki sínu þar sem allir þátttakendur stóðu sig með mikilli prýði. 

Það er skemmst frá því að segja að Baldvin Alan varð í fyrsta sæti og óskum við honum innilega til hamingju með þann frábæra árangur.

Page 1 of 107

Viðburðadagatal

Last month April 2014 Next month
S M T W T F S
week 14 1 2 3 4 5
week 15 6 7 8 9 10 11 12
week 16 13 14 15 16 17 18 19
week 17 20 21 22 23 24 25 26
week 18 27 28 29 30

Á döfinni

Thursday 24. April
Sumardagurinn fyrsti
Thursday 01. May
Verkalýðsdagurinn

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top