Heim

Markmið skóla- og skólaþjónustu Árnesþings

Allt starfsfólk skólans sat í gær fundi og fyrirlestra með öðrum skólum sem standa að Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.

Þar var öllu starfsfólki skólanna kynnt sameiginleg markmið sem unnið verður að frá hausti 2014 til loka ársins 2017. Verkefnið verður reglulega metið og farið yfir framvindu þess, til dæmis með rafrænum könnunum skólaþjónustu, viðtölum og vettvangsathugunum. Skólastjórnendur, skólaþjónusta og sveitarfélög hafa skuldbundið sig til þess að leggja áherslu á markmiðin í skólastarfinu næstu árin. Markmiðin ættu að verða skólasamfélaginu á svæðinu sameiningarafl og stuðla að sameiginlegu, markvissu og stefnuföstu þróunarstarfi allra skólanna.

Þeir sem hafa áhuga á því að kynna sér þessi markmið nánar geta lesið þau hér.

 

Breyttur útivistartími.

Útivist­ar­tími barna og ung­linga tók breyt­ing­um í gær, 1. sept­em­ber. Frá og með gærdeg­in­um mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukk­an 20.00 og 13 til 16 ára ung­ling­ar mega vera úti til klukk­an 22.00. Bregða má út af regl­un­um fyr­ir síðartalda hóp­inn þegar ung­ling­ar eru á heim­leið frá viður­kenndri skóla-, íþrótta- eða æsku­lýðssam­komu. Ald­ur miðast við fæðing­ar­ár. Lög­regla seg­ir mik­il­vægt að fylgja því eft­ir að börn og ung­ling­ar fái næg­an svefn því góður svefn er ein af lykilforsendum þess að börnum og unglingum farnist vel. Foreldrum er að sjálfsögðu heimilt að stytta útivistartíma barna sinna enda eru þeir forráðamenn barna sinna og unglinga.

SAMAN utivistarreglur

Skipulagsdagur í skólanum

Mánudaginn 1. september er skipulagsdagur í Grunnskólanum. Þann dag eru nemendur í fríi og Skólasel lokað.

Við viljum einnig minna á að miðvikudaginn 10. september er foreldradagur. Þann dag koma nemendur með foreldrum eða forráðamönnum í skólann til viðtals við umsjónarkennara. Allir aðrir kennarar eru einnig á staðnum og er foreldrum og forráðamönnum bent á að tala við þá ef eitthvað er.

Athygli er vakin á því að á foreldradaginn er skólaselið er opið frá kl 8:00 - 16:30 fyrir þau börn sem þar eru skráð.

Page 1 of 113

Viðburðadagatal

Last month September 2014 Next month
S M T W T F S
week 36 1 2 3 4 5 6
week 37 7 8 9 10 11 12 13
week 38 14 15 16 17 18 19 20
week 39 21 22 23 24 25 26 27
week 40 28 29 30

Á döfinni

Wednesday 10. September
Foreldradagur
Friday 03. October
Haustþing KS

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top