Heim

Lestrarátakið í fullum gangi

Lestrarátak skólans er nú um það bil hálfnað. Það er gaman að sjá hve nemendur standa sig vel í lestrinum og taka þessu verkefni alvarlega. Nemendur og kennarar gefa sér góðan tíma á hverjum degi til lestrar og er afrakstur þess nú þegar farinn að skila sér. Við hvetjum alla til að vera duglegir að lesa bæði heima og í skólanum. 

 

 

Kúbismi í myndmennt

Nemendur í 5. bekk sökktu sér niður í "kúbískar" myndir í myndmennt. Kúbismi er listastefna sem kom fram í kringum 1907 og varaði til u.þ.b. 1920. Á ensku heitir stefnan Cubism og er dregið af orðinu „cube“ sem þýðir teningur eða kassi. Hver veit hvort hér leynist á meðal okkar nýr Picasso.:) 

30714414 10214439271887483 6512275071347346581 n

  

Foreldrafræðsla um heilsueflandi skóla og heilsutengd málefni þriðjudaginn 10. apríl

Heilsueflingarhópur Grunnskólans í Hveragerði býður til foreldrafræðslu um heilsueflandi skóla og heilsutengd málefni þriðjudaginn 10. apríl kl. 18 - 20.

Dagskrá:
Kl.18:00 Skólastjóri setur fundinn.
Kl. 18:05 Heilsueflingarhópur skólans kynnir starf sitt og áherslur.
Kl. 18:20 Kolbrún Vilhjálmsdóttir fjallar um skjánotkun, svefn og kvíða.
Kl. 18:50 Matur í boði skólans.
Kl. 19:10 María Rún Þorsteinsdóttir fjallar um næringu, nesti og heilbrigt líferni.
Kl. 19:40 Umræður og fyrirspurnir.


Við bjóðum alla foreldra velkomna á skemmtilegan fræðslufund í Grunnskólanum í Hveragerði.

Skráning fyrir 9. apríl hér: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Page 1 of 223

Viðburðadagatal

Last month April 2018 Next month
S M T W T F S
week 14 1 2 3 4 5 6 7
week 15 8 9 10 11 12 13 14
week 16 15 16 17 18 19 20 21
week 17 22 23 24 25 26 27 28
week 18 29 30

Á döfinni

Tuesday 01. May
Verkalýðsdagurinn
Wednesday 02. May
Skipulagsdagur
Thursday 10. May
Uppstigningardagur
Monday 21. May
Annar í hvítasunnu

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top