Heim

Úrslitin í smásagnakeppninni á ensku

Á hverju ári, í tilefni af evrópska tungumáladeginum þann 26. september, stendur félag enskukennara á Íslandi fyrir smásagnakeppni á ensku á meðal grunn- og framhaldsskóla landsins. Undanfarin ár höfum við í Grunnskólanum í Hveragerði tekið þátt og í ár voru það nemendur í 3. – 10. bekk sem tóku þátt í þremur flokkum: 6. bekkur og yngri, 7. - 8. bekkur og 9. – 10. bekkur.

Í fyrra tók skólinn þátt í tveimur flokkum í landskeppninni og unnu nemendur til verðlauna í þeim báðum. Nemendur sýna keppninni sífellt meiri áhuga og leggja aukinn metnað í smásögurnar og í ár bárust okkur yfir 250 smásögur, sem við erum afar þakklát fyrir!

Föstudaginn 2. desember kynnti Sævar skólastjóri úrslit í innanskólakeppninni. Valdar voru 50 smásögur til að fara á sýningu á bæjarbókasafninu í Sunnumörk í desember, veitt voru bókaverðlaun fyrir þær 3 sögur sem þóttu skara fram úr í hverjum flokki fyrir sig og loks tilkynnti hann hvaða smásögur yrðu sendar áfram í landskeppnina.

Bókaverðlaun í flokknum 6. bekkur og yngri fengu: Mikael Rúnar og Freydís Ósk í 5. bekk og Helga María 6. bekk. Það var svo sagan hans Mikaels Rúnars sem valin var í landskeppnina.

Bókaverðlaun í flokknum 7. – 8. bekkur fengu: Regína Lind 7. bekk og Sigríður Kristín og Erla Rut í 8. bekk. Það var svo sagan hennar Sigríðar Kristínar sem valin var í landskeppnina.

Bókaverðlaun í flokknum 9. – 10. bekkur fengu: Estella Nótt og Gígja Marín í 9. bekk og Guðrún Clara í 10. bekk. Það var svo sagan hennar Guðrúnar Clöru sem valin var í landskeppnina.

Bestu kveðjur,

Ólafur Jósefsson, Guðrún Olga Clausen og Ingibjörg Ingadóttir enskukennarar GÍH

Árlegt jólaföndur foreldrafélagsins

Hið árlega jólaföndur foreldrafélagsins verður haldið mánudaginn 5. desember frá klukkan 16:00 – 18:00 hér í skólanum.

Boðið verður upp á gott úrval af ýmsu jólaföndri gegn vægu gjaldi. Piparkökurmálun verður á staðnum, laufabrauðsgerð og einnig verður hægt að versla í sjoppu sem 10. bekkur stendur fyrir.

Það þarf að hafa pening meðferðis þar sem föndrið kostar nokkra smáaura og enginn posi verður á staðnum.

Hlökkum til að sjá sem flesta í jólaskapi.

Stjórn foreldrafélags Grunnskólans

 

Matseðill desembermánaðar

Matseðill desembermánaðar er kominn á netið

Við minnum á að ávallt er í boði glæsilegur salatbar þar sem lögð er áhersla á fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum, ásamt ýmsum sósum og öðru meðlæti.

Page 1 of 187

Viðburðadagatal

Last month December 2016 Next month
S M T W T F S
week 48 1 2 3
week 49 4 5 6 7 8 9 10
week 50 11 12 13 14 15 16 17
week 51 18 19 20 21 22 23 24
week 52 25 26 27 28 29 30 31

Á döfinni

Friday 09. December
Jólapeysudagurinn
Friday 16. December
Opinn gangasöngur - allir velkomnir
Monday 19. December
Litlu jól
Tuesday 20. December
Kertadagur
Tuesday 03. January
Skipulagsdagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top