Heim

Fjöltefli í GÍH

IMG 9712

Í vikunni fengum við mjög góða heimsókn í skólann okkar.

Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti stórmeistari Íslands í skák, kom til okkar mánudaginn 24. okt. Hann tefldi fjöltefli við nemendur skólans og leiðbeindi þeim um leið. Það var mjög gaman að fylgjast með Hjörvari og einbeittum nemendum sem lögðu sig fram við að koma stórmeistarnum í vandræði. Það má ætla að vel yfir 60 nemendur hafi reynt sig við taflborðið þennan dag. Í skólanum hafa verið vikulegir skáktímar hjá nemendum í 5. - 7. bekk auk þess hafa verið stuttar kynningar fyrir aðra nemendur skólans. Skákval er einnig í boði á elsta stigi. Nemendur hafa sýnt skákinni mikinn áhuga enda hefur verið unnið ötullega að því að vekja áhuga þeirra á skákiðkun. Eftir heimsókn Hjörvars voru allir reynslunni ríkari  og búnir að læra eitthvað nýtt af stórmeistaranum.

Við þökkum Hjörvari kærlega fyrir skemmtilega heimsókn og skemmtilegan skákdag.

 

Barnabókahátíð Bókabæjanna austanfjalls

Barnabókahátíð Bókabæjanna austanfjalls verður haldin í dag og á morgun, 21. og 22. október.

Í dag mun Vísinda Villi verða kl. 14:00 í Bókasafninu í Hveragerði, kl. 15:00 í Bókasafni Árborgar, Selfossi og kl. 16:00 í Bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn og les aúr bókum sínum.

Á morgun verður dagskráin eftir farandi:

Kl. 13:15 skrúðganga frá Bókasafninu í Hveragerði að Grunnskólanum í Hveragerði undir stjórn skátafélagsins Stróks í Hveragerði. 

Kl. 13:30 Hátíðardagskrá í sal Grunnskólans: Spakk og Hakkettí í flutningi 7. bekkjar GÍH og Dagný Halla Björnsdóttir leikur á gítar og syngur með börnunum.

Smiðjur verða í gangi fyrir skapandi börn: Endursegjum sögur, viðtöl, fingramálun, skúlptúragerð, bókaföndur, kósí lestrarhorn.

Í boði verða kleinur, djús og kaffi. Foreldrar og aðrir aðstandendur eru velkomnir.

Ef ekki viðrar fyrir skrúðgöngu verður það tilkynnt upp úr hádegi á fb. síðunum Bókabæirnir austanfjalls og Bókasafnið í Hveragerði. En við látum ekki smá rigningu stoppa okkur.

Bestu kveðjur.

Fyrir hönd bókabæjanna austanfjalls,
Hlíf Arndal

Fjöltefli mánudaginn 24. október

Mánudaginn 24. október heimsækir Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari skólann og teflir fjöltefli.

Þeir nemendur sem eru í skákkennslu hafa forgang að byrja fjölteflið og hefja yngri nemendur leik klukkan 13:00.

Fjölteflið fer fram fyrir framan stóra andyrið í skólanum. 

Við hvetjum sem flesta nemendur til að taka þátt og gaman væri að fá einnig gesti og gangandi á svæðið í heimsókn. 

Page 1 of 182

Viðburðadagatal

Last month October 2016 Next month
S M T W T F S
week 39 1
week 40 2 3 4 5 6 7 8
week 41 9 10 11 12 13 14 15
week 42 16 17 18 19 20 21 22
week 43 23 24 25 26 27 28 29
week 44 30 31

Á döfinni

Thursday 10. November
Skipulagsdagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top