Heim

Einn skóli – eitt lið

Þann 22. ágúst var Grunnskólinn í Hveragerði settur, skólaárið 2016-2017. Nemendur eru um 330 og starfsmenn um 70 í mismunandi stöðuhlutföllum. Í sumar voru gerðar breytingar á stjórnun skólans og tekin upp staða aðstoðarskólastjóra og var ráðin til starfsins Matthea Sigurðardóttir.  Helstu verkefni skólans þetta skólaár eru líkt og síðastliðin 69 ár nám og kennsla. Við skólann er flaggstöng og þar blaktir Grænfáninn stolt flestra nemenda og starfsmanna. Skólinn er Olweusar-skóli. Unnið er að aukinni heilsueflingu og segja má að starfið sé litað af hugmyndum ARTs og Vinaliða. Umræða um menntun og framtíð hefur verið sett á dagskrá í skólanum og heimsótti Jón Torfi Jónasson skólann á skipulagsdegi og ræddi spennandi framtíð sem vandi er að spá um. Þar komu fram spurningar sem starfsfólk lagði fyrir Jón Torfa: Til hvers þarf maður að kunna gardínudeilingu? Hvað er grunnmenntun? Verða kennarar í framtíðinni? Ásamt fleiri áhugaverðum spurningum. Meðal stóru verkefnanna í starfsáætlun skólans er gerð skólanámskrár sem unnin verður undir ritstjórn Heimis Eyvindarsonar deildarstjóra náms og kennslu. Meðal þess sem starfsfólk skólans mun leggja áherslu á þetta skólaár er jákvætt viðhorf Hvergerðinga til lista, þar eru sóknartækifæri.

Sævar Þór Helgason skólastjóri

 

 

Skólasetning GÍH skólaárið 2016 - 2017

 

Nemendur skólans mæti á skólasetningu mánudaginn 22. ágúst sem hér segir:

1. – 3. bekkur kl. 9:00

4. – 5. bekkur kl. 9:30

6. – 7. bekkur kl. 10:00  

8. – 10. bekkur kl. 11:00  

Nemendur 1. bekkja verða boðaðir í viðtöl með foreldrum sínum í vikunni 15. ágúst-19. ágúst.

Skólasel verður opið frá 15. ágúst fyrir nemendur 1. bekkja. Opnunartími Skólasels, þessa fyrstu daga, verður 8:00-14:00.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst.

Skólastjóri

Skólabyrjun GÍH haustið 2016

 

• Kennarar sinna símenntun dagana 10.-12. ágúst
• Skipulagsdagar eru 15.-19. ágúst.

Skólasel verður opið fyrir nemendur verðandi 1. bekkja vikuna 15.-19. ágúst frá klukkan 8:00-14:00.

• Skólasetning verður 22. ágúst – nánar auglýst síðar
• Foreldradagur verður 7. september
• Haustþing kennara 7. október
• Vetrarfrí 14. og 17. október 
• Skipulagsdagur 10. nóvember

Sólarkveðjur,
Starfsfólk GíH

 

sunny

Page 1 of 175

Viðburðadagatal

Last month August 2016 Next month
S M T W T F S
week 31 1 2 3 4 5 6
week 32 7 8 9 10 11 12 13
week 33 14 15 16 17 18 19 20
week 34 21 22 23 24 25 26 27
week 35 28 29 30 31

Á döfinni

Wednesday 07. September
Foreldradagur
Thursday 22. September
Samræmd könnunarpróf
Friday 23. September
Samræmd könnunarpróf
Thursday 29. September
Samræmd könnunarpróf

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top