Heim

Sumarkveðja

Við þökkum nemendum sem og forráðamönnum fyrir liðið skólaár.

 

Hlökkum til að sjá ykkur aftur í haust en skólasetning verður

mánudaginn 24. ágúst 2015.

 

Sumarkveðja frá starfsfólki Grunnskólans í Hveragerði.

 

 

 

 

Skólaslit GÍH

Skólaslit Grunnskólans í Hveragerði fóru fram þann 9. júní.

1. - 9. bekkur mættu á skólaslit á sal skólans fyrir hádegi og seinni hluta dags fylltist Hveragerðiskirkja af prúðbúnum 10. bekkingum, fjölskyldum þeirra og starfsfólki skólans.

Útskriftarnemendur vorsins voru 30 talsins og samhliða því að útskrifast úr grunnskóla voru 14 þeirra einnig að ljúka einum eða fleiri áföngum á framhaldsskólastigi.

Grunnskólinn á sér fjölmarga velunnara í samfélagi sínu og sést það m.a. á því að flest verðlaun sem veitt eru fyrir góðan námsárangur í 10. bekk eru gefin af fyrirtækjum í bæjarfélaginu. Við viljum nota þetta tækifæri og færa Kjörís, Arionbanka, Almari bakara, HNLFÍ, Dvalarheimilinu Ási, Þvottahúsi Grundar og Áss og Sundlauginni í Laugaskarði okkar innilegustu þakkir fyrir þeirra framlag til þessarar hátíðar og þann hlýhug sem þau sýna skólanum okkar með þátttöku sinni!

 

Eftirfarandi nemendur hlutu viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur:

Sóldís Anna Guðjónsdóttir, í íslensku og fyrir bestan heildarnámsárangur.

Vilborg Óttarsdóttir, í stærðfræði. 

Silja Rós Þorsteinsdóttir, í dönsku.

Egill Helgi Guðjónsson, í  ensku.

Dröfn Einarsdóttir, í náttúrufræði.

Bjartey Elín Hauksdóttir, í samfélagsfræði og íþróttum.

Ívar Örn Sveinbjörnsson, fyrir iðni, ástundun og einstaklega jákvætt viðhorf.

Jón Lárus Stefánsson, fyrir störf að félagsmálum.

Páll Ingason í íþróttum.

Arnar Dór Ólafsson og Jens Thinus Clausen í margmiðlun.

Bjartur Geirsson í leiklist.

 

Við í skólanum þökkum nemendum okkar og aðstandendum þeirra fyrir skemmtilegan og góðan vetur, sendum útskriftarnemendum okkar hlýjar kveðjur og heillaóskir og hlökkum til að hitta hina aftur í haust.

 

Með óskum um frábært og sólríkt sumar

Fanney Ásgeirsdóttir, skólastjóri GíH.

Vinningshafar í smásagnasamkeppni FEKÍ

Nemendur í Grunnskólanum í Hveragerði hafa nokkur undanfarin ár tekið þátt í smásagnasamkeppni sem FEKÍ, Félag enskukennara á Íslandi og Sendiráð Bandaríkjanna hafa efnt til meðal grunnskóla um allt land. Í ár tóku allflestir nemendur í 6. - 10.bekk  þátt og skrifuðu sögur á ensku. Kennarar völdu úr þessum sögum og sendu inn í keppnina. Árangur okkar krakka var glæsilegur því af 9 verðlaunum sem veitt voru komu 5 í hlut okkar nemenda.

Í flokknum 6. bekkir og yngri fengu tveir nemendur  skólans verðlaun. Það eru þau Pétur Nói Stefánsson og Erla Rut Pétursdóttir, bæði úr 6. bekk.  Í þessum flokki voru verðlaunin ekki sett á nein sæti.
 
 
 

  

Í flokknum 7. - 8.bekkir  fékk Baldvin Alan Thorarensen 1. verðlaun og Kristina May Jones 2. verðlaun.  Þau eru bæði í 8.bekk.
 
 
 
  
 

Í flokknum 9. - 10. bekkir  hlaut Bjartur Geirsson 1. verðlaun. Hann er í 10.bekk.
Það voru enskukennarar skólans þau Ólafur Jósefsson og Guðrún Olga Clausen sem sáu um utanumhald á þessu verkefni.
Við óskum þessum duglegu krökkum innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.
 
 
 

Page 1 of 144

Viðburðadagatal

Last month August 2015 Next month
S M T W T F S
week 31 1
week 32 2 3 4 5 6 7 8
week 33 9 10 11 12 13 14 15
week 34 16 17 18 19 20 21 22
week 35 23 24 25 26 27 28 29
week 36 30 31

Á döfinni

Monday 17. August
Skipulagsdagar
Tuesday 18. August
Skipulagsdagar
Wednesday 19. August
Skipulagsdagar
Thursday 20. August
Skipulagsdagar
Friday 21. August
Skipulagsdagar
Monday 24. August
Skólasetning

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top