Heim

Verðlaunahafi í eldvarnargetraun

Fyrir jól tóku nemendur í 3. bekk þátt í eldvarnarviku sem haldin var um allt land á vegum LSS. Fulltrúar frá Brunavörnum Árnessýslu komu og voru með fræðslu í 3. bekk og gafst nemendum einnig tækifæri til taka þátt í eldvarnargetraun. Nýlega var dregið í getrauninni og voru rúmlega 30 nemendur víðsvegar af landinu sem fengu verðlaun.

Kristbjörg Sunna Andradóttir í 3. – Ö var svo heppin að vera dregin út.

Í dag fékk svo 3. – Ö óvænta heimsókn en Guðmundur Þórisson frá Brunavörnum Árnessýslu kom til okkar og afhenti Kristbjörgu Sunnu verðlaunin. Þau voru nú ekki af verri endanum en hún fékk pening, reykskynjara og glæsilegt verðlaunaskjal. Við óskum Kristbjörgu Sunnu innilega til hamingju með verðlaunin. 

Söngstund 1. bekkinga

Nemendur í 1. bekk sáu um að stjórna síðustu söngstundinni á yngsta stigi þetta skólaárið. Það voru stoltir nemendur  sem stóðu uppi á sviði og sungu hástöfum fyrir yngsta stigið.

GÍH vann Suðurlandsriðilinn

Skólahreystilið Grunnskólans í Hveragerði kom sá og sigraði sinn riðil í Skólahreysti þetta árið. Riðillinn samanstóð af skólum af Suðurlandi og náðu krakkarnir þeim góða árangri að enda í efsta sæti. Með því tryggðu þau sér sæti í úrslitum sem verða haldin í Laugardalshöllinni þann 22. apríl næstkomandi. Keppnislið skólans var þannig skipað að Matthías Abel Einarsson keppti í upphífingum og dýfum, Dröfn Einarsdóttir í armbeygjum og hreystigreip, Daníel Ísberg og Gillý Ósk Gunnarsdóttir í hraðabraut og svo voru þau Gunnar Karl Gunnarsson og Sóldís Anna Guðjónsdóttir varamenn. Klapplið skólans þótti svo standa sig afskaplega vel en í svona keppni skiptir stuðningur áhorfenda miklu máli.

Um leið og við óskum krökkunum til hamingju með þennan árangur þá óskum við þeim góðs gengis í úrslitunum.

 

Page 1 of 134

Viðburðadagatal

Last month April 2015 Next month
S M T W T F S
week 14 1 2 3 4
week 15 5 6 7 8 9 10 11
week 16 12 13 14 15 16 17 18
week 17 19 20 21 22 23 24 25
week 18 26 27 28 29 30

Á döfinni

Wednesday 01. April
Páskafrí
Thursday 02. April
Páskafrí
Friday 03. April
Páskafrí
Saturday 04. April
Páskafrí
Sunday 05. April
Páskafrí
Monday 06. April
Páskafrí
Tuesday 07. April
Páskafrí
Wednesday 08. April
Kennsla hefst eftir páskafrí
Wednesday 15. April
Miðannamat
Thursday 23. April
Sumardagurinn fyrsti

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top