Heim

Litla upplestrarkeppnin

Þann 12. maí sl. var Litla upplestrarkeppnin haldin hátíðleg hér í grunnskólanum. Upphafið að þessu verkefni má rekja til 15 ára afmælis Stóru upplestrarkeppninnar og er hugmyndin komin frá grunnskólum Hafnarfjarðar.  Þetta í annað sinn sem Grunnskólinn í Hveragerði tekur þátt í þessu verkefni. Litla upplestrarkeppnin er ætluð nemendum í 4. bekk og er markmiðið að auka lestrarfærni og bæta upplestur. Rétt er að undirstrika að hugtakið keppni í þessu tilviki felur ekki í sér að keppa við aðra heldur að verða betri í lestri í dag en í gær.  Undirbúinn upplestur er æfður markvisst frá degi íslenskrar tungu þann16. nóvember og fram á vor. Þá er upplestrarhátíð þar sem  allir nemendur leggja sitt af mörkum.

Hátíðin okkar var í formi samveru með fjölskyldum nemenda.  Allir nemendur í árgangnum tóku þátt og lásu ýmist saman eða ein, sögur, ljóð og stiklur. Nemendur sáu einnig um að stýra hátíðinni  Þá voru tónlistaratriði í boði nemenda og söngur. Fanney skólastjóri setti hátíðina og afhenti öllum nemendum viðurkenningarskjöl að lestri loknum.  Nemendur stóðu sig allir mjög vel og eiga hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu.

UNICEF-hreyfingin í dag

Í dag tók skólinn þátt í UNICEF-hreyfingunni. Allir bekkir skólans tóku þátt í að hlaupa eða ganga 400 m hring og reyndu þeir að komast sem flesta hringi á 20 mínútum. Nemendur höfðu áður safnað áheitum heima fyrir hvern hring sem þau myndu ganga eða hlaupa. Lagt er út frá því að margt smátt geri eitt stórt. Áhersla er því ekki lögð á háar upphæðir heldur að börnin upplifi samtakamáttinn sem felst í því að allir vinni saman að einu markmiði.

 Dagana á undan fengu nemendur fræðslu um aðstæður jafnaldra sinna víða um heim. Markmiðið var að fræða þá um þróunarmál, hvetja þá til að koma öðrum til hjálpar og efla skilning þeirra á gildi þess að leggja sitt af mörkum til mannúðarstarfa.

Nemendur skólans sýndu þessu verkefni mikinn áhuga og var gaman að sjá hve mikið þau lögðu á sig til að komast sem flesta hringi.

Minnum á foreldrafund fyrir verðandi 1. bekkinga í kvöld

Foreldrafundur verður haldinn í kvöld fyrir verðandi 1. bekkinga. Hefst fundurinn kl. 18 á sal skólans.  Foreldrar/forráðamenn barna, fædd 2009, eru hvattir til að mæta. 

Page 1 of 141

Viðburðadagatal

Last month May 2015 Next month
S M T W T F S
week 18 1 2
week 19 3 4 5 6 7 8 9
week 20 10 11 12 13 14 15 16
week 21 17 18 19 20 21 22 23
week 22 24 25 26 27 28 29 30
week 23 31

Á döfinni

Wednesday 27. May
Skólaferðalag 10. bekkinga
Thursday 28. May
Skólaferðalag 10. bekkinga
Friday 29. May
Skólaferðalag 10. bekkinga
Monday 01. June
Skipulagsdagur
Tuesday 02. June
Bókaskilahátíð á unglingastigi
Friday 05. June
Síðasti kennsludagur skólaársins.
Monday 08. June
Foreldradagur
Tuesday 09. June
Skólaslit
Wednesday 10. June
Skipulagsdagur
Thursday 11. June
Skipulagsdagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top