Heim

Forritunarstyrkur til Grunnskólans í Hveragerði

Grunnskólinn í Hveragerði var einn af ellefu skólum sem hlaut styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar.
Hlutverk sjóðsins er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Styrkir sjóðsins eru í formi tölvubúnaðar og fjárstyrks til þjálfunar kennara til að búa þá betur undir forritunarkennslu fyrir nemendur. 
Í þessari úthlutun bárust sjóðnum 32 umsóknir og til úthlutunar voru um 6,5 milljónir króna sem skiptast að þessu sinni á milli ellefu skóla.

„Það blandast engum hugur um mikilvægi tækni- og forritunarþekkingar í samfélagi nútímans. Við hjá sjóðnum erum afar stolt af því að geta stutt við skóla landsins í þessum efnum og þar með eflt þá í að leggja þann grunn sem þarf til að byggja á til framtíðar. Við finnum það að starfið skiptir skólana máli og fyrir auknum áhuga á forritunarkennslu í skólunum. Þjóðir sem best standa hvað tækni varðar búa við ákveðið forskot. Forritun eða innsýn í forritun er nokkuð sem nýtist ungmennum til framtíðar, ekki ósvipað og fólk býr að því að hafa fengið kennslu í erlendum tungumálum, landafræði og öðrum námsgreinum,“ segir Sigfríður Sigurðardóttir, formaður stjórnar Forritara framtíðarinnar.

Gleðilegt nýtt ár

Það er ekki seinna vænna en að birta matseðil mánaðarins, en þið getið nálgast hann hér.

 

Gleðileg jól

Starfsfólk Grunnskólans í Hveragerði óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar samstarfið á liðnu ári.

Kennsla hefst miðvikudaginn 3. janúar 2018 og kennt verður samkvæmt stundaskrá.

Page 1 of 215

Viðburðadagatal

Last month January 2018 Next month
S M T W T F S
week 1 1 2 3 4 5 6
week 2 7 8 9 10 11 12 13
week 3 14 15 16 17 18 19 20
week 4 21 22 23 24 25 26 27
week 5 28 29 30 31

Á döfinni

No events

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top