Heim

Sumarkveðja

 

Við þökkum nemendum sem og forráðamönnum  fyrir liðið skólaár.

 

Hlökkum til að sjá ykkur aftur í haust en skólasetning verður

föstudaginn 22. ágúst 2014.

 

Sumarkveðja frá starfsfólki Grunnskólans í Hveragerði.

Skólaslitin 5. júní

Grunnskólanum í Hveragerði var slitið þann 5. júní. Skólaslitin fóru fram með hefðbundnum hætti en nemendur byrjuðu á því að koma saman á sal skólans þar sem var stutt en hátíðleg athöfn. Að henni lokinni var farið inn í bekkjarstofur þar sem nemendur fengu afhentan vitnisburð og kvöddu kennara og bekkjarfélaga áður en þeir héldu út í sumarið.

Sama dag fór fram útskrift 10. bekkja í Hveragerðiskirkju. Á dagskrá voru m.a. tónlistaratriði, ræður skólastjóra og fulltrúa nemenda. Það voru stoltir nemendur sem tóku við útskriftarskírteinum sínum að lokinni 10 ára grunnskólagöngu. Veittar voru ýmsar viðurkenninga en viðurkenningu fyrir bestan heildar námsárangur fékk Fannar Ingi Steingrímsson. Að útskrift lokinni var boðið upp á veglegt kaffihlaðborð í skólanum í boði 9. bekkinga. Starfsfólk skólans þakkar nýútskrifuðum nemendum sem og forráðamönnum þeirra fyrir ánægjulega samstarf í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

30 ára útskriftarafmæli 68 árgangsins

Nemendur fæddir 1968, sem útskrifuðust úr Gagnfræðaskólanum í Hveragerði vorið 1984, héldu upp á 30 ára útskriftarafmæli sitt á dögunum. Meðal þess sem þau gerðu var að heimsækja gamla barnaskólann og skoða kennslustofurnar, sem allar virtust talsvert minni en í minningunni.

Einn úr hópnum, Gísli Jón Hannesson, lést af slysförum í febrúar 1986. Til að heiðra minningu hans færði ´68 árgangurinn grunnskólanum 2 glæsileg skáksett að gjöf, en Gísli Jón tefldi talsvert í skólanum. Með skáksettunum, sem eru alþjóðleg keppnissett, fylgja tölvuforrit þar sem hægt er að setja sig í spor Vladimirs Kramnik, margfalds heimsmeistara í skák.

Grunnskólinn færir bekkjarfélögum Gísla Jóns heitins bestu þekkir fyrir góða heimsókn og höfðinglega gjöf.   

 

68-árgangurinn

Hér má sjá flotta mynd af hópnum frá því í den. 

 

 

Page 1 of 111

Viðburðadagatal

Last month July 2014 Next month
S M T W T F S
week 27 1 2 3 4 5
week 28 6 7 8 9 10 11 12
week 29 13 14 15 16 17 18 19
week 30 20 21 22 23 24 25 26
week 31 27 28 29 30 31

Á döfinni

No events

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top