Heim

Söngstund hjá yngsta stigi

Það er hefð að nemendur á yngsta stigi hittist reglulega á sal og syngi saman. Í dag var fyrsta söngstundin á sal og voru það nemendur í 4. bekk byrjuðu þetta árið. Þau stóðu sig með prýði og sungu lög sem tengdust vináttunni. Það er alltaf gott að byrja daginn á söng og nemendur fóru glaðir og ánægðir inn í þennan skóladag. 

songstund

Vikan framundan...

Miðvikudaginn 1.október fer hið árlega Rósaball Grunnskólans í Hveragerði og Skjálftaskjóls fram í húsnæði skólans. Nemendur 10. bekkja sækja nemendur 8. bekkja heim og bjóða þeim á ball um leið og þeir þannig boðnir velkomnir á elsta stig skólans.

Nemendur 8. bekkja verða að vera tilbúnir kl. 19:20 á uppgefnum stað. Nemendur 9. bekkja eiga að mæta kl. 19:30 í skólann til að taka á móti gestum. Nemendur 10.bekkja skulu komnir í hús ekki síðar en klukkan 20:30.

Um tónlist á ballinu sér DJ. Alex og einnig verður boðið upp á stórkostlegan leynigest.

Miðaverð er kr. 1500 fyrir nemendur 9. og 10 bekkja, 8. bekkingum er boðið.  Foreldrum er velkomið að kíkja í heimsókn og sjá hvernig þessi stórskemmtilegi viðburður fer fram. Rósaballinu lýkur kl. 23:30.

Nemendur fá leyfi fyrstu tvær kennslustundir fimmtudagsins, kennsla hefst kl. 10:10.
Kennslu lýkur um hádegi fimmtudaginn 2.október.

Föstudaginn 3. október er frí í skólanum vegna Kennaraþings Kennarafélags Suðurlands. Skólaselið verður einnig lokað þennan dag. 


Vel heppnuð Comeniusarheimsókn

Heimsókn erlendu Comenius gestanna skólans í síðastliðinni viku heppnaðist mjög vel.

Á miðvikudag var tekið á móti þeim með glæsilegri dagskrá á sal skólans. Kór undir stjórn Heiðu Margrétar flutti lögin Dýravísur og Vikivaka. Undir stjórn Margrétar Stefánsdóttur spiluðu Margrét Hu og Pétur Nói fjórhent á píanó og Ingibjörg Ólafsdóttir lék á fiðlu. Helga Xochitl og Jónína Njarðardóttir úr 6. bekk sungu tvö lög og loks var smiðjuhópur með leikatriði undir stjórn Hafsteins Þ. Auðunssonar.

Á fimmtudag var öllum nemendum skólans og foreldrum þeirra boðið á sýningu á verkum nemenda samstarfsskólanna sem heppnaðist mjög vel. Einnig kynntu nemendur í 10. bekk íslenskt menntakerfi fyrir gestunum.  Eftir hádegi fóru gestirnir svo á hestasýningu hjá Eldhestum og kynningu á íslenska hestinum, þarfasta þjóninum áður fyrr, en verkefni okkar var einmitt að kynna fyrir þeim samgöngur. Þar stigu nokkrir gestanna á bak í fyrsta sinn.

Á föstudag heimsóttu gestirnir skólastofur og fylgdust m.a. með nemendum vinna að stærðfræðiverkefnum, tengdu samstarfsverkefni skólans um eyjuna NIIFET.

Gestirnir voru hæstánægðir með heimsóknina og töluðu mjög fallega um skólann, nemendur og starfsfólk. Þeim þótti viðmót starfsfólks mjög gott, þeim fannst skólinn fallegur og hrósuðu nemendum sérstaklega fyrir að gefa sér tíma til að hitta sig og fyrir að vera óhræddir við að tala á ensku. Eins fannst þeim andrúmsloftið í skólanum mjög afslappað og vingjarnlegt og töluðu sérstaklega um jákvæðan aga. Það er oft gaman að heyra hvað utanaðkomandi finnst því manni hættir stundum til að álíta grasið grænna annars staðar!

Margir lögðu hönd á plóginn við að gera heimsóknina ánægjulega fyrir gestina og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir.

ÓJ

 

 

 

Page 1 of 116

Viðburðadagatal

Last month October 2014 Next month
S M T W T F S
week 40 1 2 3 4
week 41 5 6 7 8 9 10 11
week 42 12 13 14 15 16 17 18
week 43 19 20 21 22 23 24 25
week 44 26 27 28 29 30 31

Á döfinni

Friday 03. October
Haustþing KS - nemendur í fríi
Friday 17. October
Foreldrakaffi

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top