Heim

Tónleikarnir Orgelið rokkar

Í dag fóru nemendur á yngsta- og miðstigi á orgeltónleika í Hveragerðiskirkju. Þeir báru yfirskriftina Orgelið rokkar.Það var Jón Bjarnason, organisti í Skálholti, sem stóð að þessum tónleikum. Nemendur fengu að hlýða á ýmsa tónlist sem hefur oft hljómað á öldum ljósvakans en hefur ekki verið mikið spiluð á orgel. Nemendum leiddist nú ekki að hlusta á upphafsstefið úr Bleika Pardusnum eða á Indiana Jones lagið og það voru margir sem tóku undir í laginu Let it go. Einnig spilaði Jón m.a. lög eftir Queen og Abba fyrir krakkana.

Það var gaman að sjá hve nemendur voru áhugasamir á þessum tónleikum og skemmtu allir sér konunglega.

Við þökkum Jóni kærlega fyrir þessa tónleika.

Skáld í skólum

Nemendur á elsta stigi fengu góða heimsókn í dag. Bryndís Björgvinsdóttir og Davíð Stefánsson rithöfundar komu og ræddu við krakkana. Koma þeirra var hluti af verkefninu Skáld í skólum sem Rithöfundasambandið stendur fyrir.

Bryndís og Davíð röktu í sameiningu hvernig sögur þeirra og ljóð hafa orðið til: Hvernig ein hugmynd getur hrundið af stað heilli ástarsögu eða hryllingssögu, spennusögu, ljóði eða bara raunsærri lýsingu á því hvernig það er að vera unglingur með ómögulega húð og glataða bekkjarfélaga. Þau ræddu einnig um lestrarþorsta, efasemdir og leitina að sjálfstraustinu til að skrifa og skapa.

Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

 

Nemendur fengu endurkinsmerki að gjöf

Í dag fengnu nemendur í 1. - 4. bekk góða heimsókn en félagar úr Björgunarsveitinni í Hveragerði komu og gáfu öllum endurskinsmerki. Slysavarnafélagið Landsbjörg og félagseiningar þess hafa í mörg ár stuðlað að aukinni notkun almennings á endurskinsmerkjum, meðal annars með því að gefa endurskinsmerki.  Með notkun endurskinsmerkja er hinn almenni vegfarandi að auka öryggi sitt til muna,  hann sést fimm sinnum fyrr þegar hann lendir í ljósgeisla bíls miðað við þann sem er ekki með endurskin. Best er að velja fatnað sem er með endurskini á. Ef endurskin er ekki til staðar á fatnaðinum þarf að hafa laus endurskinsmerki á sér. Endurskinsmerkin þurfa að vera þannig  staðsett að ljósgeisli frá bíl falli á þau hvort sem bíllinn kemur á móti eða aftan að vegfaranda.
 

Staðsetning endurskinsmerkja

Endurskinsmerki þurfa að vera neðarlega og sjást frá öllum hliðum. Hangandi endurskinsmerki er best að setja fyrir neðan mitti, eitt á hvora hlið. Allar skólatöskur/bakpokar eiga að vera með endurskinsmerki.
Á barnavögnum er best að hafa endurskin á öllum hliðum.

Framleiðandi

Glimmis endurskinsmerkin sem slysavarnadeildir og björgunarsveitir eru að gefa/selja eru framleidd af fyrirtækinu Popomax. Glimmis endurskinsmerkin eru öryggisbúnaður framleiddur í Svíþjóð og á ekki að nota sem leikfang. Endurskinsmerkin frá Glimmis uppfylla staðla um persónuleg endurskinsmerki (EN 13356, SP-ID-númer 04022, vottunarnúmer 424601) og eru CE-vottuð.

Ef endurskinsmerkið rispast, skemmist eða verður óhreint, dregur úr endurskinsgetunni. Strjúkið því reglulega af því með rökum klúti og skiptið út skemmdum merkjum.

 

Page 1 of 119

Viðburðadagatal

Last month October 2014 Next month
S M T W T F S
week 40 1 2 3 4
week 41 5 6 7 8 9 10 11
week 42 12 13 14 15 16 17 18
week 43 19 20 21 22 23 24 25
week 44 26 27 28 29 30 31

Á döfinni

Monday 03. November
Vetrarfrí
Tuesday 04. November
Vetrarfrí
Wednesday 19. November
Miðannamat

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top