Heim

ABC söfnun lokið hjá 5. bekk

Nemendur í 5. bekk hafa undanfarnar vikur verið að safna fyrir ABC barnahjálp. All flestir nemendur innan árgangsins gengu í hús í Hveragerði og söfnuðu peningum í sérhannaðan bauk. Í dag þann 20. apríl fórum við með baukana í Arion banka þar sem innihald þeirra var talið. Nemendur náðu að safna 137350 krónum sem sent var til ABC barnahjálpar. Krakkarnir voru glöð og kát með afraksturinn og ánægð með að geta lagt sitt af mörkum

Í  ár var safnað fyrir öðrum áfanga byggingu skóla og heimavistar fyrir ABC starfið í Nairobi í Kenýa. Grunnur að fyrstu hæð var lagður eftir söfnunina Börn hjálpa börnum árið 2013 og var fyrsta hæðin byggð í fyrra fyrir söfnunarféð með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu. Peningurinn sem safnast á þessu ári mun fara til byggingar á  annarri hæð sömu skólabyggingar sömuleiðis með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu.

Við viljum þakka Hvergerðingum góðar móttökur og stuðningin við verkefnið.

Bestu kveðjur,

 5. bekkur í Grunnskólanum í Hveragerði. 

Skólahreysti í kvöld

Það er mikil stemning í nemendahópnum í dag á elsta stigi. Lokakeppni Skólahreystis verður haldin í kvöld í Laugardalshöllinni og verður hún sýnd í beinni á RÚV og hefst kl. 20.

Þau sem keppa í kvöld fyrir okkar hönd eru Daní­el Ísberg sem kepp­ir í hraðaþraut­. Með Daní­el í hraðaþraut­inni verður Gil­lý Ósk Gunn­ars­dótt­ir. Dröfn Ein­ars­dótt­ir keppir í arm­beygj­um og hreystigreip. Í upphíf­ing­um og dýf­um kepp­ir Matth­ías Abel Ein­ars­son.

Við óskum þeim góðs gengis í kvöld.

Hér má sjá hluta af stuðningsliðinu sem verður á pöllunum í kvöld.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flott blaðagrein um skólann

Það er flott grein um skólann í dag á mbl.is í tengslum við þann góða árangur sem skólinn náði í Skólahreysti í ár. Á morgun verður lokakeppnin háð og þar munu okkar fulltrúar etja kappi við Breiðholtsskóla, Grunnsk. á Ísafirði, Brekkubæjarskóla, Valhúsaskóla, Lindaskóla, Dalvíkurskóla, Síðuskóla, Holtaskóla, Fellaskóla í Fellabæ, Réttarholtsskóla og Heiðarskóla í Reykjanesbæ.

 Keppnin verður sýnd beint á RÚV, annaðkvöld og hefst hún kl. 20.

 Hér má sjá umfjöllunina á mbl.is:  

http://www.mbl.is/folk/frettir/2015/04/21/i_fyrsta_skipti_i_urslitum_2/

 

 

Page 1 of 138

Viðburðadagatal

Last month April 2015 Next month
S M T W T F S
week 14 1 2 3 4
week 15 5 6 7 8 9 10 11
week 16 12 13 14 15 16 17 18
week 17 19 20 21 22 23 24 25
week 18 26 27 28 29 30

Á döfinni

Friday 01. May
Verkalýðsdagurinn
Thursday 14. May
Uppstigningardagur
Monday 25. May
Annar í hvítasunnu

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top