Heim

Skólasetning GÍH haustið 2018

Grunnskólinn í Hveragerði verður settur þriðjudaginn 21. ágúst.

Nemendur skólans eiga að mæta á skólasetningu sem hér segir:
    1. – 3. bekkur kl. 9:00
    4. – 5. bekkur kl. 9:30
    6. – 7. bekkur kl. 10:00
    8. – 10. bekkur kl. 11:00

 

Nemendur 1. bekkja verða boðaðir í viðtöl með foreldrum sínum dagana 15. - 20. ágúst.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. ágúst.

Nýnemadagur

Nýnemadagurinn verður föstudaginn 17. ágúst kl. 13. Þeir nemendur sem eru að koma nýir í 2. - 10. bekk eru boðaðir ásamt foreldrum/forráðamönnum.Skólasel

Sumarfrístund fyrir verðandi 1. bekkinga er í boði dagana 13. - 17. ágúst. Hún er opin frá kl. 8 - 17 í Bungubrekku, húsnæði frístundaheimilisins Skólasels að Breiðumörk 27a. Nauðsynlegt er að skrá börn í sumarfrístundina með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og láta vita hvaða daga barnið kemur, og klukkan hvað. Dagana 20. og 21. ágúst verður einnig opið í Skólaseli frá 8 til 17 og þarf að skrá börnin þá daga sérstaklega líka. Þann 22. ágúst byrjar svo hefðbundin opnun, eða frá því að skóladegi lýkur og til 17.00.

 

Kær kveðja, starfsfólk Grunnskólans í Hveragerði

Gleðilegt sumar

 

Við þökkum nemendum sem og forráðamönnum fyrir liðið skólaár.

Hlökkum til að sjá ykkur aftur í haust en skólasetning verður

þriðjudaginn 21. ágúst 2018.

 

Sumarkveðja frá starfsfólki Grunnskólans í Hveragerði.

 

 

gledilegt-sumar

 

 

 

Skólaslit Grunnskólans í Hveragerði 2018

Skólaslit Grunnskólans í Hveragerði voru þriðjudaginn 5. júní.

 

Útskrifaðir voru 33 nemendur. Að venju voru afhent verðlaun fyrir góðan námsárangur, jákvæðni, iðni, ástundun, félagsstörf o.fl.

   

Eftirtaldir nemendur fengu viðurkenningar:

Íslenskuverðlaun, gefin af Kjörís, hlaut Gígja Marín Þorsteinsdóttir.

Verðlaun fyrir árangur í stærðfræði, gefin af Arion Banka, hlutu Sindri Bernholt og Gígja Marín Þorsteinsdóttir.

Dönskuverðlaun gefin af danska sendiráðinu hlaut Gígja Marín Þorsteinsdóttir. 

Enskuverðlaun sem gefin voru af Almari bakara hlaut Jónína Baldursdóttir.

Verðlaun fyrir náttúrufræði hlaut Sindri Bernholt, gefandi HNLFÍ.

Samfélagsfræðiverðlaun gaf Dvalarheimilið Ás að venju, þau hlaut Jónína Baldursdóttir.

Viðurkenningu fyrir iðni, ástundun og prúðmennsku, sem Grunnskólinn gaf, hlaut Guðjón Ingason

Viðurkenningu fyrir störf að félagsmálum, sem Grunnskólinn gaf, hlaut Gígja Marín Þorsteinsdóttir

Viðurkenningu fyrir jákvætt viðhorf fékk Áslaug Kristín Rúnarsdóttir, gefandi Þvottahús Grundar og Áss.

Viðurkenningu fyrir Skólahreysti, sem CrossFit Hengill gaf, fékk Helga Sóley Heiðarsdóttir.

Helga Sóley fékk einnig viðurkenningu fyrir bestan árangur stúlkna í íþróttum. Arnar Dagur Daðason fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur drengja í íþróttum. Gefandi íþróttaverðlaunanna var Hamarshöllin.

Verðlaun fyrir bestan heildar námsárangur hlaut Gígja Marín Þorsteinsdóttir.

Þá fengu Hanna Tara Björnsdóttir, Kristín Benigne Þorsteinsdóttir og Anja Steinunn Christensen viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í jafnréttismálum.

11 nemendur í hópnum luku framhaldsskólaáföngum í samstarfi við Fsu.

 

Fjórir starfsmenn létu af störfum nú í vor:  Ari Eggertsson, Birna Torfadóttir, Inga Jóna Einarsdóttir og Margrét Gísladóttir.

 

Hér má sjá útskriftarhóp Grunnskólans í Hveragerði vorið 2018.

Page 1 of 229

Viðburðadagatal

Last month August 2018 Next month
S M T W T F S
week 31 1 2 3 4
week 32 5 6 7 8 9 10 11
week 33 12 13 14 15 16 17 18
week 34 19 20 21 22 23 24 25
week 35 26 27 28 29 30 31

Á döfinni

Monday 20. August
Skipulagsdagar starfsmanna
Tuesday 21. August
Skólasetning
Wednesday 22. August
Kennsla hefst á nýju skólaári
Monday 10. September
Foreldraviðtöl

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top