Heim

Fjölgreindaleikar

image2

Mánudaginn 30. maí s.l. voru haldnir fjölgreindaleikar á öllum stigum skólans. Á elsta stigi fóru leikarnir alfarið fram á dönsku og var skemmtilegt að sjá hversu vel nemendum gekk að komast í gegnum leiðbeiningarnar og leysa þrautirnar í sameiningu.

Sigurlið fjölgreindaleikanna á elsta stigi fékk að launum ísveislu frá Nielsen í Sunnumörk. Verðlaunin voru afhent á bókaskilahátíð elsta stigs s.l. föstudag.

Á meðfylgjandi mynd er sigurliðið, á myndina vantar Matthías Abel Einarsson

UNICEF-hlaup í Hveragerði

 

Unicef

Mánudaginn 23. maí fór fram Unicef hlaup hér í grunnskólanum þar sem helstu markmiðin eru að fræða börnin um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Börnin fara síðan með umslag heim þar sem þau safna áheitum fyrir hlaupið. Þegar sjálft hlaupið fer fram keppast börnin svo við að hlaupa eins marga hringi og þau geta á ákveðnum tíma. Fyrir hvern hring sem þau hlaupa safna þau svo einhverri ákveðinni upphæð sem fer í það að styrkja börn um allan heim.

Hlaupið var 400 m og fengu þau 30 mínútur til þess að hlaupa/ganga eins mikið og þau gátu. Gaman var að sjá hversu margir lögðu sig fram við að gera sitt besta til þess að styðja þetta verðuga verkefni.

Á myndinni hér að ofan sést svo hvað allir bekkirnir hlupu langt samanlagt og er það talsvert.

Myndmenntasmiðja

Nemendur í myndmenntasmiðju í 4. bekk hafa þessa vikuna verið að skoða umhverfislist og verk breska listamannsins Andy Goldswoerhy. Í framhaldi af því fórum við í útistofuna þar sem nemendur unnu að samvinnu listaverki. Nemendur skoðuðu umhverfið, hvaða efnivið til listsköpunar það hefur upp á að bjóða, hvernig þeir vildu hafa verkið og hvaða efnivið þeir vildu nota í listaverkið sitt. Hér má sjá afrakstur að listsköpun þeirra. 2. jn 18

 

2. jn 15

Page 1 of 174

Viðburðadagatal

Last month July 2016 Next month
S M T W T F S
week 26 1 2
week 27 3 4 5 6 7 8 9
week 28 10 11 12 13 14 15 16
week 29 17 18 19 20 21 22 23
week 30 24 25 26 27 28 29 30
week 31 31

Á döfinni

No events

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top