Heim

Góð bókagjöf til skólans

Í dag kom Ólafur Beinteinn Ólafsson, kennari og tónlistarmaður og dóttir hans Ingibjörg Ólafsdóttir í heimsókn til 5. og 6. bekkinga. Hann kom færandi hendi og gaf skólanum bekkjarsett af  bókinni sinni Fjársjóðurinn. Bókina gaf hann í minningu Valgarðs Runólfssonar og Ásdísar Kjartansdóttir sem hann þekkti vel en þau störfuðu bæði við Gagnfræðaskóla Hveragerðis, Valgarð sem skólastjóri og Ásdís sem kennari. 

Bókin Fjársjóðurinn, sem inniheldur bæði sögu og sönglög, fjallar um drengina Tuma og Trölla. Þeir lenda í ýmsum ævintýrum í leit sinni að sjóræningjafjársjóði. Tumi og Trölli ákveða að finna fjársjóðinn. Þeir lenda í ýmsum erfiðleikum á ferðalagi sínu, hitta fyrir margskonar dýr á leiðinni en syngjandi sigrast þeir á hverri þraut. 

Ólafur samdi söngleik í kringum bókina og tóku þau ýmis dæmi fyrir krakkana og leyfðu þeim að spreyta sig í leiklist og söng.

Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og þökkum um leið fyrir höfðinglega gjöf.

 

 

 

Íþróttir færast inn

Í þessari viku byrjum við með inniíþróttir. Þá er mikilvægt að allir nemendur komi með íþróttaföt og handklæði með sér þá daga sem eru íþróttir.

Kveðja íþróttakennarar

Alþjóðadagur læsis

Í dag, 8. september, er alþjóðadagur læsis og haldið upp á bókasafnsdaginn. Af því tilefni vil ég bjóða ykkur að hvetja barnið ykkar til að taka þátt í lestraráskorun. Þetta er maraþon því áskorunin stendur frá 1. september til 1. febrúar. Yfir þessa sex mánuði þarf barnið að komast yfir að lesa 100 bækur. Allar bækur sem barnið les á tímabilinu teljast með. Auk þess má skrá hljóðbækur eða bækur sem þið lesið með barninu eða fyrir það.

100 bóka áskorunin er á vegum vefsins kennarinn.is og hér má nálgast öll skráningarblöðin fyrir áskorunina.  Dregið verður úr innsendum skráningarblöðum og heppinn lesandi verðlaunaður.

Á þessari vefsíðu, kennarinn.is er hægt að finna margvísleg gögn, prentmeti og upplýsingar sem tengjast menntun á Íslandi. Smelltu á valmyndirnar til að nálgast upplýsingar sem tengjast ...

Ég óska ykkur ánægjulegra lestrarstunda með barninu ykkar.

Kærar kveðjur,
Sigrún Björk 
Bókasafn Grunnskólans í Hveragerði

 

Page 1 of 177

Viðburðadagatal

Last month September 2016 Next month
S M T W T F S
week 35 1 2 3
week 36 4 5 6 7 8 9 10
week 37 11 12 13 14 15 16 17
week 38 18 19 20 21 22 23 24
week 39 25 26 27 28 29 30

Á döfinni

Thursday 29. September
Samræmd könnunarpróf
Friday 30. September
Samræmd könnunarpróf
Friday 07. October
Haustþing KS
Friday 14. October
Vetrarfrí
Saturday 15. October
Vetrarfrí
Sunday 16. October
Vetrarfrí

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top