Heim

Sýning frá samstarfsskólunum á morgun

Dagana 16. - 19. september n.k. verða erlendir gestir í heimsókn hjá okkur í grunnskólanum. Um er að ræða kennara og skólastjóra frá samstarfsskólum okkar í Comenius Evrópusamstarfsverkefni skólans.

Verkefnið sem nefnist Mission Possible - The Island stendur yfir frá 2013 - 2015, er unnið á ensku og snýst að mestu leyti um stærðfræði. Þátttökuskólarnir eru sjö talsins, tveir frá Írlandi og einn frá Íslandi, Englandi, Frakklandi, Noregi og Tyrklandi. 
Verkefnið er að mestu leyti unnið með nemendum á miðstigi, þó nemendur á öllum stigum leggi sitt af mörkum.

Okkur langar að bjóða ykkur foreldrum að koma á sýningu á verkum nemenda samstarfsskólanna n.k. fimmtudag 18. september sem hér segir:


Kl. 08:40 - 09:10 foreldrar nemenda í 1. - 4. bekk.
Kl. 09:15 - 09:45 foreldrar nemenda í 5. - 7. bekk.
Kl. 10:15 - 10:45 foreldrar nemenda í 8. - 10. bekk.

Rétt er að geta þess að verkefni nemenda Grunnskólans í Hveragerði eru m.a. til sýnis á 2. hæð fyrir framan stofur 7 - 11.

Á þessari slóð getið þið séð ýmislegt um verkefnið og brot úr vinnu nemenda okkar 

http://hveragerdi.weebly.com/comenius.html

 

 

Nemendur 7. bekkja undirrita samning við bæjarstjórann.

Líkt og mörg undanfarin ár hafa nemendur í 7. bekk ráðið sig til vinnu hjá bæjarfélaginu. Vinna þeirra felst í því að halda fallega bænum okkar hreinum og snyrtilegum. Nemendur sjá einnig um að tæma blaðadalla innanhúss.

Verkefni þetta á sér langa sögu innan skólans en fyrir aurinn sem nemendur vinna sér inn er farið í vorferðalag. Undanfarin ár hefur Úlfljótsvatn orðið fyrir valinu en þar eru settar upp skemmtilegar vinnustöðvar yfir daginn og um kvöldið er haldin kvöldvaka. Síðan er gist eina nótt. Mikið ævintýri hér á ferðinni. 

Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri heimsótti nemendur 7. bekkja mánudaginn 15. september með samninginn undir hendinni og var skrifað undir hann með viðhöfn eins og vera ber. Nemendur fengu síðan tækifæri til að spjalla við Aldísi og koma með hugmyndir um betra og bætt samfélag. 

Comeniusarverkefni

Grunnskólinn í Hveragerði tekur þátt í Comeniusarverkefni sem nefnist The Island – Mission Possible. Verkefnið felst í því að nemendur búa til eyju og þurfa að byggja þar upp nýtt samfélag.

Þátttökuskólarnir eru sjö talsins frá Englandi, Frakklandi, Noregi, Tyrklandi, tveir skólar frá Írlandi og svo við frá Íslandi.

Á morgun koma þátttökuskólarnir hingað til lands í heimsókn og munu dvelja hér í Hveragerði.

Nokkrir bekkir skólans hafa verið að vinna að ýmsum verkefnum í tengslum við þessa heimsókn sem og verkefnið sjálft. Þau hafa verið að útbúa draumaleikvöllinn sinn, allt í réttum hlutföllum þar sem verkefnin núna eru stærðfræðitengd. Einhverjir nemendur hafa útbúið sína draumastundarskrá.

Útbúnar hafa verið kynningar um þau lönd sem taka þátt í verkefninu. Einnig er búið að útbúa kynningar um íslenska menntakerfið sem og kynningu á Hveragerði en það var gert í formi "Selfie" þar sem nemendur fóru um Hveragerði og tóku myndir af sér við helstu staðina :)

Það verður því mikið um að vera hér hjá okkur í þessari viku.

 

 

Page 1 of 115

Viðburðadagatal

Last month September 2014 Next month
S M T W T F S
week 36 1 2 3 4 5 6
week 37 7 8 9 10 11 12 13
week 38 14 15 16 17 18 19 20
week 39 21 22 23 24 25 26 27
week 40 28 29 30

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top