Heim

Stærðfræðikeppnin Pangea 2017

Pangea er þekkt keppni sem er haldin í 20 evrópskum löndum og nú, í annað sinn, á Íslandi. Hundruðir þúsunda ungmenna í Evrópu taka þátt á hverju ári í þessari stærðfræðikeppni. Hin árlega úrslitakeppni Pangea 2017 verður haldin í Menntaskólanum í Hamrahlíð  þann 1. apríl. Pangea stærðfræðikeppnin hvetur nemendur á sérstakan hátt til þess að takast á við stærðfræðina utan kennslustofunnar. Þátttakendur læra hversu spennandi það er að vinna með stærðfræði og læra að nota mismunandi aðferðir til þess að fá út réttar niðurstöður. Keppnin miðlar þeim mikilvægu skilaboðum að allir hafa stærðfræðikunnáttu sem getur hjálpað einstaklingum að skilja veröldina betur.

Nemendur í 8. og 9. bekk úr Grunnskólanum í Hveragerði var boðið að taka þátt og voru um 22 krakkar sem skráðu sig til leiks.  Upp úr fyrstu umferð keppninnar áttum við 16 nemendur sem komust áfram í 2. umferð.  Niðurstaðan varð svo að tveir nemendur, Sigurður Heiðar Guðjónsson og Margrét Ólafía G. Nielsen , bæði úr 8. bekk, komust alla leið í úrslit sem fram fara í Reykjavík laugardaginn 1. apríl.   Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með árangurinn og góðs gengis í úrslitunum.

                                                        Kveðja stærðfræðikennarar

Gæna vináttuverkefnið hafið á yngsta stigi

Skólinn hefur í gegnum árin átt í mjög góðu í samstarfi við Garðyrkjuskólann að Reykjum. Þar hefur verið verkefni á yngsta stigi sem ber heitið "græn framtíð". Garðyrkjuskólinn hefur lagt til gróðurhús og annað sem þarf til sáningar. Krakkarnir fara svo öll og fá að prófa að sá fræjum, prikla og takmarkið er svo að allir fái plöntur með sér heim í vor. Í vikunni var mikið fjör í gróðurhúsinu að Reykjum og greinilega margir grænir fingur á yngsta stig. 

 

Stóru upplestrarkeppninni 2017 lokið

Stóru upplestrarkeppni 7. bekkjar, sem hófst formlega á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember 2016, lauk í gær miðvikudaginn 29. mars með úrslitakeppni í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Nemendur 7. bekkjar hafa æft fallegan upplestur og meðal annars heimsótt heimilisfólkið að Bæjarási reglulega og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir gestrisnina.

Fulltrúar skólans á lokahátíðinni voru Hannes Geir Scheving Viðarsson, María Jóna Thomasardóttir og Ingibjörg Ólafsdóttir og stóðu þau sig afar vel og sýndu miklar framfarir í sinni framsögn. 

Page 1 of 198

Viðburðadagatal

Last month April 2017 Next month
S M T W T F S
week 13 1
week 14 2 3 4 5 6 7 8
week 15 9 10 11 12 13 14 15
week 16 16 17 18 19 20 21 22
week 17 23 24 25 26 27 28 29
week 18 30

Á döfinni

Friday 12. May
Árshátíð yngsta stigs
Thursday 25. May
Uppstigningardagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top