Heim

Skólasetning 2014

Nemendur skólans mæti á skólasetningu föstudaginn 22. ágúst sem hér segir:

2. – 3. bekkur kl. 9:00

4. – 5. bekkur kl. 9:30

6. – 7. bekkur kl. 10:00  

8. – 10. bekkur kl. 11:00  

Nemendur 1. bekkjar koma með foreldrum sínum í viðtal á fimmtu - og föstudeginum og mæta á skólasetningu mánud. 25. ág. kl. 8:10.


Skólasel verður opið frá 19. ágúst fyrir nemendur 1. bekkjar, opnunartími Skólasels, þessa fyrstu daga, verður 8:00-12:00.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst.

Skólastjóri

Sumarkveðja

 

Við þökkum nemendum sem og forráðamönnum  fyrir liðið skólaár.

 

Hlökkum til að sjá ykkur aftur í haust en skólasetning verður

föstudaginn 22. ágúst 2014.

 

Sumarkveðja frá starfsfólki Grunnskólans í Hveragerði.

Skólaslitin 5. júní

Grunnskólanum í Hveragerði var slitið þann 5. júní. Skólaslitin fóru fram með hefðbundnum hætti en nemendur byrjuðu á því að koma saman á sal skólans þar sem var stutt en hátíðleg athöfn. Að henni lokinni var farið inn í bekkjarstofur þar sem nemendur fengu afhentan vitnisburð og kvöddu kennara og bekkjarfélaga áður en þeir héldu út í sumarið.

Sama dag fór fram útskrift 10. bekkja í Hveragerðiskirkju. Á dagskrá voru m.a. tónlistaratriði, ræður skólastjóra og fulltrúa nemenda. Það voru stoltir nemendur sem tóku við útskriftarskírteinum sínum að lokinni 10 ára grunnskólagöngu. Veittar voru ýmsar viðurkenninga en viðurkenningu fyrir bestan heildar námsárangur fékk Fannar Ingi Steingrímsson. Að útskrift lokinni var boðið upp á veglegt kaffihlaðborð í skólanum í boði 9. bekkinga. Starfsfólk skólans þakkar nýútskrifuðum nemendum sem og forráðamönnum þeirra fyrir ánægjulega samstarf í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Page 1 of 112

Viðburðadagatal

Last month August 2014 Next month
S M T W T F S
week 31 1 2
week 32 3 4 5 6 7 8 9
week 33 10 11 12 13 14 15 16
week 34 17 18 19 20 21 22 23
week 35 24 25 26 27 28 29 30
week 36 31

Á döfinni

Monday 01. September
Skipulagsdagur
Wednesday 10. September
Foreldradagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top