Heim

Samstarf við Listasafn Árnesinga

Í síðustu viku tóku nemendur í 5. og 6. bekk þátt í verkefni á vegum Listasafns Árnesinga. Nemendur unnu verk út frá ósk um hvernig þau vildu hafa heiminn fyrir barnabörnin sín. Verk þeirra er hluti af sýningunni Ákall og verða þau til sýnis á safninu á meðan á sýningunni stendur, eða til 23. apríl.

Hér má sjá hluta af nemendunum vinna að þessu verkefni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

myndlist2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skipulagsdagur

Mánudagurinn 19. janúar er skipulagsdagur í skólanum og nemendur eru í fríi. Skólasel verður opið fyrir nemendur sem þar eru skráðir frá klukkan 08:00 þennan dag. 

Fimmtudaginn 22. janúar verða foreldraviðtöl. Þann dag koma nemendur með foreldrum eða forráðamönnum í viðtalstíma til umsjónarkennara í skólann. Allir aðrir kennarar verða einnig á staðnum og er foreldrum og forráðamönnum hvattir til að tala við þá ef eitthvað er.  Þennan dag verður Skólasel opið fyrir nemendur sem þar eru skráðir frá klukkan 08:00.

Kveðja, stjórnendur.

1. bekkingar í útistofu

Nemendur í fyrsta bekk fara reglulega í útitíma. Þar eru þau að vinna að ýmsum verkefnum, bæði í kringum skólann og eins í útistofunni undir Hamrinum. Þau fóru í gær í útistofuna þar sem þau kveiktu bál og fengu að heyra ýmsan fróðleik um náttúruna. Börnin voru mjög áhugasöm að taka þátt í því að undirbúa bálköstinn sem var settur á útigrillið. Þau hafa nefnilega farið áður og bakað brauð við bálköst og á næstunni er stefnan tekin á að baka pönnukökur undir opnum eldi.
Þannig er náttúrufræðikennslu og útiveru sem og önnur fög fléttuð saman og krakkarnir læra ýmislegt gagnlegt í hverri ferð.

 

Page 1 of 127

Viðburðadagatal

Last month February 2015 Next month
S M T W T F S
week 6 1 2 3 4 5 6 7
week 7 8 9 10 11 12 13 14
week 8 15 16 17 18 19 20 21
week 9 22 23 24 25 26 27 28

Á döfinni

Monday 16. February
Bolludagur
Tuesday 17. February
Sprengidagur
Wednesday 18. February
Öskudagur
Thursday 19. February
Vetrarfrí
Friday 20. February
Vetrarfrí

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top